Sakfelld fyrir meiðyrði í Lúkasarmálinu 14. febrúar 2011 15:50 Hundurinn Lúkas sem var alls ekki drepinn, eins og sumir héldu Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd til að greiða Helga Rafni Brynjarssyni 200 þúsund krónur í miskabætur vegna Lúkasarmálsins svokallaða. Þá hafa tvenn ummæli sem konan lét falla á vefsíðu sinni um Helga verið dæmd dauð og ómerk. Auk þessa þarf konan að greiða 100 þúsund krónur til birtingar á niðurstöðu dómsins og 400 þúsund krónur vegna málskostnaðar Helga. Alls gera þetta 700 þúsund krónur sem henni er gert að greiða. Upphaf málsins má rekja til þess að sumarið 2007 spruttu upp umræður á Netinu um að hundurinn Lúkas, sem þá hafði verið týndur í nokkurn tíma, hefði verið drepinn með hrottafengnum hætti. Í kjölfar þessarar umræðu birtist nafn Helga Rafns á fjölda vefsíða þar sem fullyrt var að hann hefði drepið hundinn Helgi Rafn varð fyrir gríðarlegu aðkasti vegna þessa, og fékk meðal annars lífslátshótanir í símann sinn og á vefsíðu auk þess sem hundruðir einstaklinga tóku þðátt í umræðu um málið á Netinu. Í dómi segir að umrædd kona hafi gengið einna harðast fram í málinu með hótunum og aðdróttunum í garð Helga, en hún hafi á vef sínum birt ærumeiðandi ummæli um hann á vefsíðu sinni, auk þess sem hún birti mynd af honum. Þau ummæli sem dæmd voru dauð og ómerk eru: „framdi ógeðslegan glæp" og „...Þarsem að hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn". Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd til að greiða Helga Rafni Brynjarssyni 200 þúsund krónur í miskabætur vegna Lúkasarmálsins svokallaða. Þá hafa tvenn ummæli sem konan lét falla á vefsíðu sinni um Helga verið dæmd dauð og ómerk. Auk þessa þarf konan að greiða 100 þúsund krónur til birtingar á niðurstöðu dómsins og 400 þúsund krónur vegna málskostnaðar Helga. Alls gera þetta 700 þúsund krónur sem henni er gert að greiða. Upphaf málsins má rekja til þess að sumarið 2007 spruttu upp umræður á Netinu um að hundurinn Lúkas, sem þá hafði verið týndur í nokkurn tíma, hefði verið drepinn með hrottafengnum hætti. Í kjölfar þessarar umræðu birtist nafn Helga Rafns á fjölda vefsíða þar sem fullyrt var að hann hefði drepið hundinn Helgi Rafn varð fyrir gríðarlegu aðkasti vegna þessa, og fékk meðal annars lífslátshótanir í símann sinn og á vefsíðu auk þess sem hundruðir einstaklinga tóku þðátt í umræðu um málið á Netinu. Í dómi segir að umrædd kona hafi gengið einna harðast fram í málinu með hótunum og aðdróttunum í garð Helga, en hún hafi á vef sínum birt ærumeiðandi ummæli um hann á vefsíðu sinni, auk þess sem hún birti mynd af honum. Þau ummæli sem dæmd voru dauð og ómerk eru: „framdi ógeðslegan glæp" og „...Þarsem að hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn".
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira