Verða að setja kirkju að veði fyrir gjöldum 14. febrúar 2011 13:00 Hér ofan við Mýrargötu í Vesturbæ Reykjavíkur eiga að rísa kirkja, safnaðarheimili og íbúð fyrir prest rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Fréttablaðið/VIlhelm „Gera verður kröfu til þess að Söfnuður Moskvu-patríarkatsins lúti sömu lóðaskilmálum og allir aðrir,“ segir í umsögn sem borgarráð samþykkti og varðar lóðaleigu til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er borgin að ganga frá samningi við Söfnuð Moskvu-patríarkatsins um lóð fyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á tveimur samliggjandi lóðum ofan við Mýrargötu. Þar á að rísa kirkja, safnaðarheimili og íbúð fyrir prest. Ekki hefur náðst samkomulag um nokkur atriði og málið því dregist. Söfnuðurinn óskaði eftir því að vera undanþeginn ákvæði sem er í hefðbundnum lóðaleigusamningum borgarinnar um að mannvirki á lóðum séu að veði fyrir lóðarleigu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum vegna lóðarinnar og mannvirkja á henni. Er það vegna reglna safnaðarins sjálfs um að ekki megi veðsetja kirkjulegar eignir hans. „Reglur þessar hafa ekkert formlegt gildi nema hjá söfnuðinum,“ segir í umsögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra hjá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. Þar kemur fram að söfnuðurinn bjóðist til að leggja fram bankaábyrgð til að tryggja greiðslu áðurnefndra gjalda en að þeirri lausn sé hafnað. „Söfnuðurinn getur hins vegar, ef honum sýnist svo, átt bankainnstæður eða aðrar slíkar tryggingar sem verja hann gegn áföllum vegna hugsanlegra vanskila á opinberum gjöldum.“ Þá er hvorki fallist á þá kröfu safnaðarins að hann fái kauprétt að umræddum lóðum né forkaupsrétt ef borgin vill ekki framlengja samninginn að loknum leigutímanum, sem er fimmtíu ár. Hins vegar er orðið við ósk safnaðarins um að bæta 180 fermetrum í borgarlandinu við kirkjulóðina og að gefinn sé þriggja ára frestur til að ljúka framkvæmdum í stað aðeins tveggja ára. Samkvæmt upphaflegu samkomulagi frá því í júlí 2007 mun söfnuðurinn ekki greiða gatnagerðargjöld. Fulltrúar Söfnuðar Moskvu-patríarkatsins munu enn vilja nánari skoðun á lóðaskilmálunum en innan borgarkerfisins er frágangur samningsins þó talinn á lokastigi. Samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar hafa engar teikningar af kirkjubyggingunum enn borist þangað. Þær hugmyndir sem hafa óformlega verið kynntar fela í sér hönnun í hefðbundnum rússneskum kirkjustíl. gar@frettabladid.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
„Gera verður kröfu til þess að Söfnuður Moskvu-patríarkatsins lúti sömu lóðaskilmálum og allir aðrir,“ segir í umsögn sem borgarráð samþykkti og varðar lóðaleigu til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er borgin að ganga frá samningi við Söfnuð Moskvu-patríarkatsins um lóð fyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á tveimur samliggjandi lóðum ofan við Mýrargötu. Þar á að rísa kirkja, safnaðarheimili og íbúð fyrir prest. Ekki hefur náðst samkomulag um nokkur atriði og málið því dregist. Söfnuðurinn óskaði eftir því að vera undanþeginn ákvæði sem er í hefðbundnum lóðaleigusamningum borgarinnar um að mannvirki á lóðum séu að veði fyrir lóðarleigu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum vegna lóðarinnar og mannvirkja á henni. Er það vegna reglna safnaðarins sjálfs um að ekki megi veðsetja kirkjulegar eignir hans. „Reglur þessar hafa ekkert formlegt gildi nema hjá söfnuðinum,“ segir í umsögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra hjá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. Þar kemur fram að söfnuðurinn bjóðist til að leggja fram bankaábyrgð til að tryggja greiðslu áðurnefndra gjalda en að þeirri lausn sé hafnað. „Söfnuðurinn getur hins vegar, ef honum sýnist svo, átt bankainnstæður eða aðrar slíkar tryggingar sem verja hann gegn áföllum vegna hugsanlegra vanskila á opinberum gjöldum.“ Þá er hvorki fallist á þá kröfu safnaðarins að hann fái kauprétt að umræddum lóðum né forkaupsrétt ef borgin vill ekki framlengja samninginn að loknum leigutímanum, sem er fimmtíu ár. Hins vegar er orðið við ósk safnaðarins um að bæta 180 fermetrum í borgarlandinu við kirkjulóðina og að gefinn sé þriggja ára frestur til að ljúka framkvæmdum í stað aðeins tveggja ára. Samkvæmt upphaflegu samkomulagi frá því í júlí 2007 mun söfnuðurinn ekki greiða gatnagerðargjöld. Fulltrúar Söfnuðar Moskvu-patríarkatsins munu enn vilja nánari skoðun á lóðaskilmálunum en innan borgarkerfisins er frágangur samningsins þó talinn á lokastigi. Samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar hafa engar teikningar af kirkjubyggingunum enn borist þangað. Þær hugmyndir sem hafa óformlega verið kynntar fela í sér hönnun í hefðbundnum rússneskum kirkjustíl. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira