Vilja þingvíti á Steingrím fyrir mútubrigsl 14. febrúar 2011 19:03 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafnaði kröfu á Alþingi í dag um að Svandís Svavarsdóttir segði af sér en kvaðst þvert á móti fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Steingrímur yrði víttur fyrir að ýja að því að Landsvirkjun hefði mútað Flóahreppi.Dómur Hæstaréttar í máli umhverfisráðherra og Flóahrepps var það fyrsta sem þingmenn hófu að ræða í dag að loknu tíu daga fundahléi. Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að þegar stjórnlagaþingið hafi verið til umræðu hefðu ráðherrar forsætis og innanríkis sagt að þeir þyrftu ekki að segja af sér, enda hefðu þeir engin lög brotið."Hér hefur verið lögbrot. Og kemur ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Hvað þá, - sem eðlilegast væri, - að umhverfisráðherra segði af sér," sagði Sigurður Ingi."Umhverfisráðherra nýtur fyllsta stuðnings og trausts míns," sagði Steingrímur og kvaðst fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem gerði það sem góðir umhverfisráðherrar ættu að gera; að standa vörð um náttúruna.En það voru þó ekki þessi ummæli Steingríms sem kölluðu á hörðustu viðbrögðin, heldu þessi:"Áfram stendur það álitamál hvort menn vilji hafa fyrirkomulagið þannig að utanaðkomandi aðilar geti keypt sér niðurstöður í skipulagsmálum, sem ég held að þingmenn ættu að taka alvarlegar en hitt."Bæði formaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins sögðu að með þessum orðum hefði fjármálaráðherra vænt Landsvirkjun um að greiða mútur og Flóahrepp að þiggja mútur og kröfðu þingforseta um að ávíta fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Elín Árnadóttir, krafðist þess að Steingrímur bæðist afsökunar á orðum sínum."Þetta eru ein þau ósmekklegustu orð sem hér hafa fallið, - og er þó af nógu af taka," sagði Ragnheiður Elín.Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, spurði um nýja Ísland:"Hvað hefur breyst á Íslandi? Hvar er nýja Ísland sem hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og margir aðrir, tala um, þegar kemur að því að axla ábyrgð. Hér er ráðherra dæmdur af Hæstarétti fyrir að brjóta lög. Og það er bara pólitík, segir hún!" Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafnaði kröfu á Alþingi í dag um að Svandís Svavarsdóttir segði af sér en kvaðst þvert á móti fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Steingrímur yrði víttur fyrir að ýja að því að Landsvirkjun hefði mútað Flóahreppi.Dómur Hæstaréttar í máli umhverfisráðherra og Flóahrepps var það fyrsta sem þingmenn hófu að ræða í dag að loknu tíu daga fundahléi. Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að þegar stjórnlagaþingið hafi verið til umræðu hefðu ráðherrar forsætis og innanríkis sagt að þeir þyrftu ekki að segja af sér, enda hefðu þeir engin lög brotið."Hér hefur verið lögbrot. Og kemur ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Hvað þá, - sem eðlilegast væri, - að umhverfisráðherra segði af sér," sagði Sigurður Ingi."Umhverfisráðherra nýtur fyllsta stuðnings og trausts míns," sagði Steingrímur og kvaðst fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem gerði það sem góðir umhverfisráðherrar ættu að gera; að standa vörð um náttúruna.En það voru þó ekki þessi ummæli Steingríms sem kölluðu á hörðustu viðbrögðin, heldu þessi:"Áfram stendur það álitamál hvort menn vilji hafa fyrirkomulagið þannig að utanaðkomandi aðilar geti keypt sér niðurstöður í skipulagsmálum, sem ég held að þingmenn ættu að taka alvarlegar en hitt."Bæði formaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins sögðu að með þessum orðum hefði fjármálaráðherra vænt Landsvirkjun um að greiða mútur og Flóahrepp að þiggja mútur og kröfðu þingforseta um að ávíta fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Elín Árnadóttir, krafðist þess að Steingrímur bæðist afsökunar á orðum sínum."Þetta eru ein þau ósmekklegustu orð sem hér hafa fallið, - og er þó af nógu af taka," sagði Ragnheiður Elín.Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, spurði um nýja Ísland:"Hvað hefur breyst á Íslandi? Hvar er nýja Ísland sem hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og margir aðrir, tala um, þegar kemur að því að axla ábyrgð. Hér er ráðherra dæmdur af Hæstarétti fyrir að brjóta lög. Og það er bara pólitík, segir hún!"
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira