Innlent

Árekstrar á höfuðborgarsvæðinu - varað við hálku í hliðargötum

Mynd/Róbert
Gríðarleg hálka er í hliðargötum á höfuðborgarsvæðinu en ekki er eins mikil hálka á aðalleiðum. Skýringin á því er að þær leiðir eru hálkuvarðar og því má reikna með því að ástandið versni þegar líður á kvöldið, að sögn Unnars Más Ástþórssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan biður vegfarendum um að fara varlega svo ekki verði slys. Haga þurfi akstri eftir aðstæðum.

Unnar Már segir nokkra áreksta hafa orðið vegna þessa eftir klukkan 18 en þeir voru mun færri fyrr í dag. Ekki hafa verið teljandi slys á fólki en sem komið er, en eignatjón hefur verið talsvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×