Virðing? Anna Valdís Kro og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir skrifar 14. febrúar 2011 14:52 Frá því í haust höfum við vitað af hugmyndum um sameiningu leikskóla annars vegar og samrekstur grunn- og leikskóla hins vegar. Þetta hefur valdið spennu og ókyrrð í okkar stétt. Óvissa gerir engum gott og við vonuðum í einlægni að þetta myndi ekki gerast. Að tveir leikskólar með tvær mismunandi leikskólastefnur yrðu sameinaðir. Veit fólk í Menntaráði hvað leikskólastefna er? Veit það muninn á hugmyndafræði Montessori, Loris Malaguzzi og Hjallastefnunnar? Í pólitík vitum við þokkalega muninn á frjálslyndum og íhaldssömum. Við vitum líka að ef við ætluðum að sameina tvo slíka flokka krefðist það mikillar vinnu og eflaust yrði aukið álag á flokksmenn á meðan. Leikskólakennarar eru því hvorki neikvæðir né að tala sig niður þegar þeir láta í ljós áhyggjur sínar í sambandi við sameiningu eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vildi meina á fundi 1. febrúar s.l. Að vinna í leikskóla er ekki að klippa og klístra alla daga og dúlla sér í perlum! Nei, leikskólinn er fyrsta skólastigið. Við leikskólakennarar leiðbeinum börnunum með ýmsa þætti, t.d. í mannlegum samskiptum. Við gefum börnunum tækifæri og aðstæður til að skapa og uppgötva, tökum á agavandamálum, leiðbeinum foreldrum og aukum sjálfstæði og sjálfstraust nemenda okkar. Við leitumst eftir að hafa hlýlegt og glaðlegt andrúmsloft þar sem öllum líður vel. Við leggjum okkur fram um að eiga gott samstarf við foreldra. Deildarstjóri og sérkennslustjóri vinna með þeim að því að hvert barn með sérþarfir fái þá þjónustu og þann stuðning sem því ber. Auk þess vinnum við með grunnskólum hverfisins við að auðvelda 5 ára börnunum það stóra skref að fara í grunnskóla. Þetta er aðeins lítill hluti af þeim verkefnum sem leikskólakennarar sinna daglega fyrir utan þá umönnun sem hver einstaklingur fær miðað við aldur og þroska. Við mættum fullar eftirvæntingar á boðaðan fund stjórnar 1.deildar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum þann 1. febrúar s.l. (í Reykjavík). Formenn félaganna tóku til máls. Þær höfðu margt til málanna að leggja í sambandi við yfirvofandi niðurskurð í leikskólunum, þeirra upplifun af svokölluðu samráði Menntaráðs, FL og FSL um þau mál og áhyggjur af stöðu leikskólamála ef til þessara sameininga kæmi. Oddnýju Sturludóttur, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Óttari Proppé borgarfulltrúum var boðið á fundinn. Líklega hefði það gagnast þeim að hlusta á þessi innlegg en þar sem þau mættu ekki fyrr en klukkustund of seint á fundinn misstu þau af þeim. Biðtímanum hefði verið betur varið í umræður og svör við spurningum sem við leikskólakennara höfum nóg af þessa dagana en ekki var hægt að bæta okkur upp þann tíma sem farið hafði til spillis. Okkur finnst forkastanlegt að láta yfir 300 manns bíða eftir því að þau mæti á fund og svari fyrir eins mikilvæg málefni og le ikskólar Reykjavíkur eru. Okkur er spurn, er þetta virðingin sem starfi leikskólakennara er sýnd, virðingin fyrir börnunum okkar og framtíð þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Frá því í haust höfum við vitað af hugmyndum um sameiningu leikskóla annars vegar og samrekstur grunn- og leikskóla hins vegar. Þetta hefur valdið spennu og ókyrrð í okkar stétt. Óvissa gerir engum gott og við vonuðum í einlægni að þetta myndi ekki gerast. Að tveir leikskólar með tvær mismunandi leikskólastefnur yrðu sameinaðir. Veit fólk í Menntaráði hvað leikskólastefna er? Veit það muninn á hugmyndafræði Montessori, Loris Malaguzzi og Hjallastefnunnar? Í pólitík vitum við þokkalega muninn á frjálslyndum og íhaldssömum. Við vitum líka að ef við ætluðum að sameina tvo slíka flokka krefðist það mikillar vinnu og eflaust yrði aukið álag á flokksmenn á meðan. Leikskólakennarar eru því hvorki neikvæðir né að tala sig niður þegar þeir láta í ljós áhyggjur sínar í sambandi við sameiningu eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vildi meina á fundi 1. febrúar s.l. Að vinna í leikskóla er ekki að klippa og klístra alla daga og dúlla sér í perlum! Nei, leikskólinn er fyrsta skólastigið. Við leikskólakennarar leiðbeinum börnunum með ýmsa þætti, t.d. í mannlegum samskiptum. Við gefum börnunum tækifæri og aðstæður til að skapa og uppgötva, tökum á agavandamálum, leiðbeinum foreldrum og aukum sjálfstæði og sjálfstraust nemenda okkar. Við leitumst eftir að hafa hlýlegt og glaðlegt andrúmsloft þar sem öllum líður vel. Við leggjum okkur fram um að eiga gott samstarf við foreldra. Deildarstjóri og sérkennslustjóri vinna með þeim að því að hvert barn með sérþarfir fái þá þjónustu og þann stuðning sem því ber. Auk þess vinnum við með grunnskólum hverfisins við að auðvelda 5 ára börnunum það stóra skref að fara í grunnskóla. Þetta er aðeins lítill hluti af þeim verkefnum sem leikskólakennarar sinna daglega fyrir utan þá umönnun sem hver einstaklingur fær miðað við aldur og þroska. Við mættum fullar eftirvæntingar á boðaðan fund stjórnar 1.deildar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum þann 1. febrúar s.l. (í Reykjavík). Formenn félaganna tóku til máls. Þær höfðu margt til málanna að leggja í sambandi við yfirvofandi niðurskurð í leikskólunum, þeirra upplifun af svokölluðu samráði Menntaráðs, FL og FSL um þau mál og áhyggjur af stöðu leikskólamála ef til þessara sameininga kæmi. Oddnýju Sturludóttur, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Óttari Proppé borgarfulltrúum var boðið á fundinn. Líklega hefði það gagnast þeim að hlusta á þessi innlegg en þar sem þau mættu ekki fyrr en klukkustund of seint á fundinn misstu þau af þeim. Biðtímanum hefði verið betur varið í umræður og svör við spurningum sem við leikskólakennara höfum nóg af þessa dagana en ekki var hægt að bæta okkur upp þann tíma sem farið hafði til spillis. Okkur finnst forkastanlegt að láta yfir 300 manns bíða eftir því að þau mæti á fund og svari fyrir eins mikilvæg málefni og le ikskólar Reykjavíkur eru. Okkur er spurn, er þetta virðingin sem starfi leikskólakennara er sýnd, virðingin fyrir börnunum okkar og framtíð þeirra?
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun