Innlent

Var með fíkniefni innvortis

Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir smygl á rúmlega 145 grömmum af amfetamíni.

Konan, sem játaði brot sitt, kom með flugi frá Kaupmannahöfn 22. janúar. Amfetamínið hafði hún falið í leggöngum og endaþarmi.

Konan hefur ekki áður sætt hér refsingu, en samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur hún fengið sektir í Danmörku vegna búðarþjófnaðar og fíkniefnabrota.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×