Hrós úr óvæntri átt Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Hinn 15. febrúar sl. birtist hér í blaðinu grein eftir hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands sem kunnur er fyrir annað en að tala hlýlega um íslenska aflamarkskerfið í sjávarútvegi. Það vakti athygli mína að hann sagði m.a. eftirfarandi: „…að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo“. Ánægjulegt er hversu prófessorinn er bjartsýnn fyrir hönd íslensks sjávarútvegs en örðugt er að vita á hvaða grundvelli þessi spádómur er reistur. Byggir hann á því að aflamarkskerfið verði áfram í lítt breyttri mynd eða að stjórnvöld taki til sín ákveðið hlutfall aflaheimilda á hverju ári og selji hæstbjóðanda? Sé ályktun hans reist á síðari leiðinni væri athyglisvert að fá útlistað hvar í heiminum allar aflaheimildir séu seldar á uppboði og hvaða árangri slíkar uppboðsleiðir hafi skilað við stjórn fiskveiða. Í þessu samhengi er ekki úr vegi að rifja upp stöðu íslensks sjávarútvegs fyrir daga aflamarkskerfis með einstaklingsbundnum og framseljanlegum aflaheimildum en það kerfi kom til framkvæmda 1. janúar 1991. Fyrir daga kerfisins var ógjarnan veitt verulega umfram ráðgjöf fiskifræðinga og sjávarútvegurinn var oft rekinn með halla (á síðara atriðið er t.d. bent í skýrslu svokallaðrar endurskoðunarnefndar frá árinu 2001, bls. 21). Jafnframt blés ekki byrlega fyrir íslenskan sjávarútveg á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar. Sem dæmi var í ársbyrjun 1992 talið að fiskvinnslan hefði búið yfir 8% halla en útgerð við 2% hagnað, sbr. t.d. Alþingistíðindi 1993-1994, A-deild, bls. 1595. Samkvæmt sömu heimild var áætlað að heildarskuldir sjávarútvegsins næmu 95 milljörðum króna. Þegar litið er til þessarar upprifjunar má segja að það hafi vissa kosti að skapa engan arð af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar því þá þarf ekki að deila um skiptingu hans. Sé markmiðið hins vegar að skapa þjóðhagslegan arð með skipulagi fiskveiða í atvinnuskyni þarf að skapa umgjörð sem stuðlar að slíku. Ein leið við að ná þessu markmiði er að skilgreina aflaheimildir einstakra atvinnurekenda með skýrum hætti og gera þær framseljanlegar. Reynslan af þessu fyrirkomulagi á Íslandi bendir til þess að hagkvæmni í sjávarútvegi hafi aukist og er það í reynd viðurkennt í fyrrnefndri blaðagrein hagfræðiprófessorsins. Telja verður það hrós úr óvæntri átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 15. febrúar sl. birtist hér í blaðinu grein eftir hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands sem kunnur er fyrir annað en að tala hlýlega um íslenska aflamarkskerfið í sjávarútvegi. Það vakti athygli mína að hann sagði m.a. eftirfarandi: „…að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo“. Ánægjulegt er hversu prófessorinn er bjartsýnn fyrir hönd íslensks sjávarútvegs en örðugt er að vita á hvaða grundvelli þessi spádómur er reistur. Byggir hann á því að aflamarkskerfið verði áfram í lítt breyttri mynd eða að stjórnvöld taki til sín ákveðið hlutfall aflaheimilda á hverju ári og selji hæstbjóðanda? Sé ályktun hans reist á síðari leiðinni væri athyglisvert að fá útlistað hvar í heiminum allar aflaheimildir séu seldar á uppboði og hvaða árangri slíkar uppboðsleiðir hafi skilað við stjórn fiskveiða. Í þessu samhengi er ekki úr vegi að rifja upp stöðu íslensks sjávarútvegs fyrir daga aflamarkskerfis með einstaklingsbundnum og framseljanlegum aflaheimildum en það kerfi kom til framkvæmda 1. janúar 1991. Fyrir daga kerfisins var ógjarnan veitt verulega umfram ráðgjöf fiskifræðinga og sjávarútvegurinn var oft rekinn með halla (á síðara atriðið er t.d. bent í skýrslu svokallaðrar endurskoðunarnefndar frá árinu 2001, bls. 21). Jafnframt blés ekki byrlega fyrir íslenskan sjávarútveg á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar. Sem dæmi var í ársbyrjun 1992 talið að fiskvinnslan hefði búið yfir 8% halla en útgerð við 2% hagnað, sbr. t.d. Alþingistíðindi 1993-1994, A-deild, bls. 1595. Samkvæmt sömu heimild var áætlað að heildarskuldir sjávarútvegsins næmu 95 milljörðum króna. Þegar litið er til þessarar upprifjunar má segja að það hafi vissa kosti að skapa engan arð af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar því þá þarf ekki að deila um skiptingu hans. Sé markmiðið hins vegar að skapa þjóðhagslegan arð með skipulagi fiskveiða í atvinnuskyni þarf að skapa umgjörð sem stuðlar að slíku. Ein leið við að ná þessu markmiði er að skilgreina aflaheimildir einstakra atvinnurekenda með skýrum hætti og gera þær framseljanlegar. Reynslan af þessu fyrirkomulagi á Íslandi bendir til þess að hagkvæmni í sjávarútvegi hafi aukist og er það í reynd viðurkennt í fyrrnefndri blaðagrein hagfræðiprófessorsins. Telja verður það hrós úr óvæntri átt.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun