Stóra mútumálið í Flóahreppi Helgi Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun. Marga fjarstæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverjum þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitarfélagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturnar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjunarinnar nær að vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Landsvirkjun án efa skaðabótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóahreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegarins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjunar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkissjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjármálaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Landsvirkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómarann, hvorki fyrir umhverfisráðherra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipulags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrirhugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjármunum að spila til annars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekkert síður vestanmegin. Um sanngirni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og uppbygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi hafi með samningum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðarhag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönnum og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfulausum ásökunum um mútur og annað álíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa þingmenn og ráðherra sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um mútur í samningum sveitarfélagsins við Landsvirkjun. Marga fjarstæðuna hef ég heyrt úr sölum Alþingis en þessi slær flest met. Nú er það svo að fólk er kosið í sveitarstjórn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess, jafnt í samningsgerð við Landsvirkjun og hverjum þeim störfum sem vinna þarf fyrir sveitarfélagið hverju sinni. Mér vitanlega hefur enginn sveitarstjórnarmaður í Flóahreppi persónulegan hag af því að virkjað verði við Urriðafoss. Og hverjar eru svo múturnar sem upp hafa verið taldar, t.d. vatnsveitan? Aðstæður eru þannig að áhrifasvæði virkjunarinnar nær að vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins. Ef illa tækist til á virkjunartímaum eða síðar yrði Landsvirkjun án efa skaðabótaskyld fyrir því tjóni og er því með aðkomu að vatnsveitu Flóahrepps fyrst og fremst að tryggja eigin hagsmuni og orðspor. Samningar um þetta eru eðlilegir þegar hafðir eru í huga almannahagsmunir íbúa og eðlileg varúðarregla. Lagfæring vega hefur verið nefnd sem mútur til handa Flóahreppi. Um er að ræða þjóðveg sem liggur þvert um sveitina og hefur lengi verið lélegur en er engu að síður þjóðvegur og sem slíkur á vegaáætlun með viðhald og endurbætur er tímar líða fram. Ef nú Landsvirkjun tekur sig til og fær að flýta uppbyggingu vegarins á sinn kostnað eru það líklegast raforkukaupendur Landsvirkjunar sem borga fyrir það, það kemur væntanlega til með að spara ríkissjóði útgjöld. Eru þetta þá mútur til ríkissjóðs? Er það þá með samþykki fjármálaráðherra? Þar sem Flóahreppur hefur aldrei haft neitt með viðhald á þessum vegi að gera er ljóst að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vegarins yrði enginn. Hvað varðar aðkomu Landsvirkjunar að kostnaði við gerð skipulags í sveitarfélaginu hefur Hæstiréttur fellt sinn dóm og ekki þýðir að deila við dómarann, hvorki fyrir umhverfisráðherra né aðra. Öllum má vera ljóst að þetta er áfellisdómur yfir starfsaðferðum ráðherrans. Svo virðist að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé óeðlilegt að framkvæmdaaðilar kosti að einhverju leyti gerð skipulags eða skipulagsbreytinga sem gera þarf vegna fyrirhugaðra framkvæmda þeirra. Full þörf er á þessu vegna þess að flest sveitarfélög hafa ekki úr miklum fjármunum að spila til annars en lögbundinnar starfsemi, og ekki hægt að ætlast til að þau kosti dýra skipulagsvinnu fyrir utanaðkomandi fyrirtæki af almannafé sveitarfélagsins. Og einkum þegar aðstæður eru til dæmis með þeim hætti að þrátt fyrir mikla og dýra skipulagsvinnu fá þau engar tekjur af starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Urriðafossvirkjun er skýrt dæmi um slíkt þar sem skatttekjur lenda allar austan Þjórsár en rask og kostnaður ekkert síður vestanmegin. Um sanngirni slíkra laga mætti hafa mörg orð. En ég hirði ekki um að tína fleira til, allt sem nefnt hefur verið sem mútur er einfaldlega samfélagslegar umbætur og uppbygging innviða samfélagsins hér í Flóahreppi. Sumt mun spara ríkissjóði útgjöld, t.d. lagfæring vega. Ég tel að sveitarstjórnarfólk í Flóahreppi hafi með samningum sem gerðir hafa verið við Landsvirkjun sýnt samfélagslega ábyrgð og hófsemi og borið þjóðarhag fyrir brjósti. Ég krefst þess af alþingismönnum og þeim er um þessi mál fjalla að þeir geri það af heiðarleika og sanngirni og sleppi öllum tilhæfulausum ásökunum um mútur og annað álíka.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun