Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Snorri Baldursson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar