Dómari í eigin sök Heiðar Már Guðjónsson skrifar 2. desember 2011 06:00 Það þykir ekki trúverðugt þegar menn ætla að dæma eigin verk. Ekki er það heldur talið trúverðugt þegar ætlunin er að meta kosti sem myndu fela í sér að embætti viðkomandi yrði lagt niður fyrir fullt og allt. Þetta stöðvar samt ekki Seðlabanka Íslands í umfjöllun sinni um upptöku alþjóðlegrar myntar. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar á mánudag sátu Seðlabankastjóri, aðstoðarbankastjóri og aðstoðaraðalhagfræðingur fyrir svörum. Þar bar ýmislegt á góma. Það sem þó vakti athygli er að Seðlabankinn vill að menn bíði með umræðu um kosti um gjaldmiðlamál þangað til bankinn er búinn að semja skýrslu um eigin afglöp og hvaða kosti hann telji að séu til staðar. Áætlaður útgáfutími er eftir hálft ár. Á Íslandi hafa ráðstöfunartekjur heimilanna hrunið um meira en fjórðung, á sama tíma og skuldir heimilanna hafa hækkað gríðarlega. Í ofanálag eru Íslendingar með hærri verðbólgu og mun hærri vexti en nokkurt annað land sem glímir við efnahagserfiðleika. Almenningur á Íslandi varð fyrir gríðarlegum búsifjum út af hruni peningastefnu Seðlabanka Íslands. Það kom mun verr við almenning en hrun bankakerfisins sem að mestu lenti á erlendum kröfuhöfum. En nú, sem fyrr, ætlar Seðlabanki Íslands að ákveða hvenær framtíð peningamála sé rædd og líka um hvaða kosti sé rætt. Á að kyngja slíkum málflutningi? Eina landið vestan Íslands sem ekki hefur lent í bankakrísu síðustu öld er Panama. Þeir tóku upp einhliða dollar árið 1904. Á fyrrgreindum fundi hjá Alþingi opinberaði Seðlabankastjóri vankunnáttu sína um einhliða upptöku annarrar myntar og sagði Panama hafa baksamning við bandaríska seðlabankann. Í Panama verða bankar að standa á eigin fótum. Þeir starfa ekki með ríkisábyrgð og þeir fá ekki fyrirgreiðslu, nema hver hjá öðrum, ef í harðbakkann slær. Panama hefur séð banka fara á hausinn án þess að það valdi miklum glundroða og bankarnir hafa mun hærri varaforða og eigið fé en bankar almennt því þeir geta ekki reitt sig á að ríkið komi þeim til bjargar. Þeir geta, með öðrum orðum, ekki sent reikning fyrir tapi sínu á skattgreiðendur. Í grein Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns, „Íslenski hrokinn“ var sagt að Seðlabanki Íslands hefði beðið hann um að slá af þá umræðu sem hafði byrjað um upptöku kanadísks dollars, með því að hafa samband við kanadíska embættismenn, sem hann og gerði. Niðurstaða fréttamannsins var sú að ekki væri hægt að slá af umræðuna því fótur væri fyrir henni. Hann spyr í greininni hvað fær seðlabanka til að reyna að grípa inn í almenna umræðu með þessum hætti. Aðalhagfræðingur Seðlabankans var á fundi í Háskóla Íslands, í byrjun vikunnar, og sagði þá að kanadískir embættismenn hefðu staðfest við bankann að þeir hefðu ekkert á móti því að Ísland myndi nota mynt þeirra. Ef Ísland tekur upp einhliða kanadískan dollar þá er engin þörf lengur fyrir Seðlabanka Íslands. Er Seðlabankastjóri hæfur til að fjalla á faglegan hátt um slíkan kost? Til Íslands hafa komið helstu sérfræðingar heims um upptöku annarrar myntar. Þeir hafa allir verið sammála um að Ísland geti með einföldum hætti tekið upp alþjóðlega mynt, og slíkt tæki ekki hálft ár einsog skýrsla Seðlabankans, heldur nokkrar vikur. Er ekki mál að ríkisstjórnin, sem ber ábyrgð á peningamálum þjóðarinnar, kanni það hjá kanadískum stjórnvöldum hvaða möguleikar séu á gjaldmiðlasamstarfi? Eða á að láta höfunda hinnar gjaldþrota peningastefnu landsins sjá um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það þykir ekki trúverðugt þegar menn ætla að dæma eigin verk. Ekki er það heldur talið trúverðugt þegar ætlunin er að meta kosti sem myndu fela í sér að embætti viðkomandi yrði lagt niður fyrir fullt og allt. Þetta stöðvar samt ekki Seðlabanka Íslands í umfjöllun sinni um upptöku alþjóðlegrar myntar. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar á mánudag sátu Seðlabankastjóri, aðstoðarbankastjóri og aðstoðaraðalhagfræðingur fyrir svörum. Þar bar ýmislegt á góma. Það sem þó vakti athygli er að Seðlabankinn vill að menn bíði með umræðu um kosti um gjaldmiðlamál þangað til bankinn er búinn að semja skýrslu um eigin afglöp og hvaða kosti hann telji að séu til staðar. Áætlaður útgáfutími er eftir hálft ár. Á Íslandi hafa ráðstöfunartekjur heimilanna hrunið um meira en fjórðung, á sama tíma og skuldir heimilanna hafa hækkað gríðarlega. Í ofanálag eru Íslendingar með hærri verðbólgu og mun hærri vexti en nokkurt annað land sem glímir við efnahagserfiðleika. Almenningur á Íslandi varð fyrir gríðarlegum búsifjum út af hruni peningastefnu Seðlabanka Íslands. Það kom mun verr við almenning en hrun bankakerfisins sem að mestu lenti á erlendum kröfuhöfum. En nú, sem fyrr, ætlar Seðlabanki Íslands að ákveða hvenær framtíð peningamála sé rædd og líka um hvaða kosti sé rætt. Á að kyngja slíkum málflutningi? Eina landið vestan Íslands sem ekki hefur lent í bankakrísu síðustu öld er Panama. Þeir tóku upp einhliða dollar árið 1904. Á fyrrgreindum fundi hjá Alþingi opinberaði Seðlabankastjóri vankunnáttu sína um einhliða upptöku annarrar myntar og sagði Panama hafa baksamning við bandaríska seðlabankann. Í Panama verða bankar að standa á eigin fótum. Þeir starfa ekki með ríkisábyrgð og þeir fá ekki fyrirgreiðslu, nema hver hjá öðrum, ef í harðbakkann slær. Panama hefur séð banka fara á hausinn án þess að það valdi miklum glundroða og bankarnir hafa mun hærri varaforða og eigið fé en bankar almennt því þeir geta ekki reitt sig á að ríkið komi þeim til bjargar. Þeir geta, með öðrum orðum, ekki sent reikning fyrir tapi sínu á skattgreiðendur. Í grein Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns, „Íslenski hrokinn“ var sagt að Seðlabanki Íslands hefði beðið hann um að slá af þá umræðu sem hafði byrjað um upptöku kanadísks dollars, með því að hafa samband við kanadíska embættismenn, sem hann og gerði. Niðurstaða fréttamannsins var sú að ekki væri hægt að slá af umræðuna því fótur væri fyrir henni. Hann spyr í greininni hvað fær seðlabanka til að reyna að grípa inn í almenna umræðu með þessum hætti. Aðalhagfræðingur Seðlabankans var á fundi í Háskóla Íslands, í byrjun vikunnar, og sagði þá að kanadískir embættismenn hefðu staðfest við bankann að þeir hefðu ekkert á móti því að Ísland myndi nota mynt þeirra. Ef Ísland tekur upp einhliða kanadískan dollar þá er engin þörf lengur fyrir Seðlabanka Íslands. Er Seðlabankastjóri hæfur til að fjalla á faglegan hátt um slíkan kost? Til Íslands hafa komið helstu sérfræðingar heims um upptöku annarrar myntar. Þeir hafa allir verið sammála um að Ísland geti með einföldum hætti tekið upp alþjóðlega mynt, og slíkt tæki ekki hálft ár einsog skýrsla Seðlabankans, heldur nokkrar vikur. Er ekki mál að ríkisstjórnin, sem ber ábyrgð á peningamálum þjóðarinnar, kanni það hjá kanadískum stjórnvöldum hvaða möguleikar séu á gjaldmiðlasamstarfi? Eða á að láta höfunda hinnar gjaldþrota peningastefnu landsins sjá um það?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun