Evrópuvefurinn: Vettvangur fróðleiks og umræðu Þórhildur Hagalín og Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 2. desember 2011 06:00 Evrópuvefurinn var stofnaður með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands og hóf störf í júní 2011. Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans er að veita hlutlægar upplýsingar meðal annars um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Fjármagn til Evrópuvefsins kemur frá Alþingi en hann starfar í nánum tengslum við Vísindavefinn og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt. Umfjöllunarefni vefsins stjórnast fyrst og fremst af hugðarefnum spyrjenda. Auk þess að leggja inn nýjar spurningar geta gestir Evrópuvefsins lesið svör við spurningum annarra. Á Evrópuvefnum er nú að finna svör við rúmlega 200 spurningum. Sem dæmi má nefna Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB? Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB? Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP? Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt? Gestir eru eindregið hvattir til að taka þátt í umræðum um svör með því að gera við þau málefnalegar athugasemdir á vefnum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er verkefnastjóri Evrópuvefsins.Á Evrópuvefnum er einnig aðgengilegt ítarefni svo sem tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sambandsins sem og helstu stofnanir og sáttmála. Hluti svaranna á Evrópuvefnum myndar handbók um Evrópumál. Í henni eru stuttar útskýringar á hugtökum og fleiru og eru þar nú um 70 flettiorð. Einnig er á vefnum safn tengla í efni sem snertir ESB. Með hjálp leitarvélar vefsins geta gestir leitað eftir efnisorðum sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu í júlí árið 2009 og á nú í viðræðum við fulltrúa sambandsins um skilmála aðildarsamnings. Takist að ljúka samningi verður hann lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá bíður það Íslendinga að taka persónulega afstöðu til þess hvort landið skuli verða aðili að Evrópusambandinu eða ekki. Ýmsir kunna að hafa gert upp hug sinn til aðildar nú þegar en fleiri bíða líklega eftir niðurstöðum viðræðnanna. Hvað sem þessu líður verður Evrópusambandið áfram mikilvægur þáttur í umhverfi okkar, meðal annars vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Fyrir alla sem vilja afla sér upplýsinga um aðdraganda og sögu Evrópusambandsins; löggjöf, réttarframkvæmd og stjórnsýslu í ESB; stefnu og áætlanir ESB; aðildarríkin og afstöðu þeirra eða aðildarumsókn Íslands og hugsanleg áhrif hennar er Evrópuvefurinn rétti staðurinn. Það er hlutverk vefsins að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið og tryggja að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um aðild þegar þar að kemur. Evrópuvefurinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að þessum markmiðum verði náð og umræðan um aðild fari þannig fram að menn komi heilir frá leik. Slóð Evrópuvefsins er https://evropuvefur.is/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Evrópuvefurinn var stofnaður með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands og hóf störf í júní 2011. Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans er að veita hlutlægar upplýsingar meðal annars um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Fjármagn til Evrópuvefsins kemur frá Alþingi en hann starfar í nánum tengslum við Vísindavefinn og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt. Umfjöllunarefni vefsins stjórnast fyrst og fremst af hugðarefnum spyrjenda. Auk þess að leggja inn nýjar spurningar geta gestir Evrópuvefsins lesið svör við spurningum annarra. Á Evrópuvefnum er nú að finna svör við rúmlega 200 spurningum. Sem dæmi má nefna Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB? Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB? Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP? Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt? Gestir eru eindregið hvattir til að taka þátt í umræðum um svör með því að gera við þau málefnalegar athugasemdir á vefnum. Vilborg Ása Guðjónsdóttir er verkefnastjóri Evrópuvefsins.Á Evrópuvefnum er einnig aðgengilegt ítarefni svo sem tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sambandsins sem og helstu stofnanir og sáttmála. Hluti svaranna á Evrópuvefnum myndar handbók um Evrópumál. Í henni eru stuttar útskýringar á hugtökum og fleiru og eru þar nú um 70 flettiorð. Einnig er á vefnum safn tengla í efni sem snertir ESB. Með hjálp leitarvélar vefsins geta gestir leitað eftir efnisorðum sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu í júlí árið 2009 og á nú í viðræðum við fulltrúa sambandsins um skilmála aðildarsamnings. Takist að ljúka samningi verður hann lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá bíður það Íslendinga að taka persónulega afstöðu til þess hvort landið skuli verða aðili að Evrópusambandinu eða ekki. Ýmsir kunna að hafa gert upp hug sinn til aðildar nú þegar en fleiri bíða líklega eftir niðurstöðum viðræðnanna. Hvað sem þessu líður verður Evrópusambandið áfram mikilvægur þáttur í umhverfi okkar, meðal annars vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Fyrir alla sem vilja afla sér upplýsinga um aðdraganda og sögu Evrópusambandsins; löggjöf, réttarframkvæmd og stjórnsýslu í ESB; stefnu og áætlanir ESB; aðildarríkin og afstöðu þeirra eða aðildarumsókn Íslands og hugsanleg áhrif hennar er Evrópuvefurinn rétti staðurinn. Það er hlutverk vefsins að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið og tryggja að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um aðild þegar þar að kemur. Evrópuvefurinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að þessum markmiðum verði náð og umræðan um aðild fari þannig fram að menn komi heilir frá leik. Slóð Evrópuvefsins er https://evropuvefur.is/.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun