Handbolti

HM í Brasilíu hefst í kvöld - opnunarleikurinn í beinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hanna G. Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta.
Hanna G. Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta. Mynd/Anton
Heimsmeistaramót kvenna í handbolta hefst í Brasilíu í kvöld og verður opnunarleikur heimamanna gegn Kúbverjum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikurinn hefst klukkan 23.00 í kvöld en 20 mínútum fyrr hefst upphitunarþáttur Þorsteins J. og félaga.

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu hefja svo leik á morgun og mæta þá sterku liði Svartfellinga. Sá leikur hefst klukkan 17.00 og verða Þorsteinn J og gestir á sínum stað, bæði fyrir leik og eftir leik.

Allir leikir Íslands verða í beinni útsendingu en stelpurnar spila fimm leiki í riðlakeppninni og svo að minnsta kosti tvo til viðbótar. Mótinu lýkur svo með úrslitaleiknum þann 18. desember.

Fréttablaðið og Vísir verða einnig með ítarlega umfjöllun um mótið en þeir Sigurður Elvar Þórólfsson íþróttafréttamaður og Pjetur Sigurðsson ljósmyndari eru í Santos í Brasilíu og flytja fréttir af gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×