Drykkjupartý, misnotkun og dauði í þýsku skólaskipi SB skrifar 1. febrúar 2011 14:47 Skuggi hefur fallið á hið fræga þýska skólaskip Gorch Fock. Skipið þykir með fegurstu fleyjum og hefur nokkru sinni komið til Íslands á ferðum sínum um heiminn. Þann 7. janúar lést ung stúlka um borð í skipinu og hefur síðan þá komið í ljós að nauðganir, drykkjupartý og ofbeldi var daglegt líf um borð. Hellmut Königshaus, FDP flokknum í Þýskalandi, hefur krafist rannsóknar á því sem gerðist um borð. Málið komst upp þegar Sarah S., stýrimaður um borð í Gorch Fock, hrapaði úr mastri skipsins og beið bana. Hún hafði áður sagt yfirmanni sínum að hún væri uppgefin og ætti erfitt með gang. Eftir lát Söruh safnaði Norbert Schatz, skipstjóri Gorch Fock, áhöfninni saman. Hann sagði slys eiga sér stað, bæði í flugvélum, bílum og skipum. Nemendurnir um borð brotnuðu saman og grétu og sagði Norbert þá hastarlega að Gorch Fock væri enginn leikskóli. Sarah S. var 25 ára þegar hún lést um borð í Gorch Fock.MYND/Hermann Brink Daginn eftir hélt Norbert skipstjóri karnival partý. Áhöfnin klæddi sig upp í búninga og steig dans. Einn af yfirmönnunum Gorch Fock hefur greint frá því að sú hefð hafi verið um borð að yfirmenn söfnuðu pening í hatt. Sá sem svaf hjá ljótasta nemanum fékk pottinn. Eftir lát Söruh segir yfirmaðurinn að partýið hafi haldið áfram - sigurféið hafi verið greitt út. Svo virðist sem ómennskan hafi vart átt sér takmörk um borð í þessu sögufræga skipi. Komið hefur fram í þýska þinginu að stúdent um borð hafi verið kynferðislega áreittur af þremur hermönnum. Atvikið hafi átt sér stað í sturtu þegar neminn hafi beygt sig eftir sápu. Eldri atvik hafa einnig komið upp á yfirborðið. Í september árið 2009 drukknað 18 ára stúdent í norðurhöfum, árið 2002 dó 19 ára nemi um borð og árið 1998 hrapaði annar nemi úr mastri skipsins og hlaut mikinn skaða af. Dauði Söruh S. var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Áhöfn skipsins var flogið heim til Þýskalands og bannað að tala við fjölmiðla. Því er vænst að fari fram ítarleg rannsókn á því hvað átti sér stað um borð í Gorch Fock, en þessi þrímastra skúta hefur oft glatt augu Íslendinga í heimsóknum sínum til landsins. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Skuggi hefur fallið á hið fræga þýska skólaskip Gorch Fock. Skipið þykir með fegurstu fleyjum og hefur nokkru sinni komið til Íslands á ferðum sínum um heiminn. Þann 7. janúar lést ung stúlka um borð í skipinu og hefur síðan þá komið í ljós að nauðganir, drykkjupartý og ofbeldi var daglegt líf um borð. Hellmut Königshaus, FDP flokknum í Þýskalandi, hefur krafist rannsóknar á því sem gerðist um borð. Málið komst upp þegar Sarah S., stýrimaður um borð í Gorch Fock, hrapaði úr mastri skipsins og beið bana. Hún hafði áður sagt yfirmanni sínum að hún væri uppgefin og ætti erfitt með gang. Eftir lát Söruh safnaði Norbert Schatz, skipstjóri Gorch Fock, áhöfninni saman. Hann sagði slys eiga sér stað, bæði í flugvélum, bílum og skipum. Nemendurnir um borð brotnuðu saman og grétu og sagði Norbert þá hastarlega að Gorch Fock væri enginn leikskóli. Sarah S. var 25 ára þegar hún lést um borð í Gorch Fock.MYND/Hermann Brink Daginn eftir hélt Norbert skipstjóri karnival partý. Áhöfnin klæddi sig upp í búninga og steig dans. Einn af yfirmönnunum Gorch Fock hefur greint frá því að sú hefð hafi verið um borð að yfirmenn söfnuðu pening í hatt. Sá sem svaf hjá ljótasta nemanum fékk pottinn. Eftir lát Söruh segir yfirmaðurinn að partýið hafi haldið áfram - sigurféið hafi verið greitt út. Svo virðist sem ómennskan hafi vart átt sér takmörk um borð í þessu sögufræga skipi. Komið hefur fram í þýska þinginu að stúdent um borð hafi verið kynferðislega áreittur af þremur hermönnum. Atvikið hafi átt sér stað í sturtu þegar neminn hafi beygt sig eftir sápu. Eldri atvik hafa einnig komið upp á yfirborðið. Í september árið 2009 drukknað 18 ára stúdent í norðurhöfum, árið 2002 dó 19 ára nemi um borð og árið 1998 hrapaði annar nemi úr mastri skipsins og hlaut mikinn skaða af. Dauði Söruh S. var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Áhöfn skipsins var flogið heim til Þýskalands og bannað að tala við fjölmiðla. Því er vænst að fari fram ítarleg rannsókn á því hvað átti sér stað um borð í Gorch Fock, en þessi þrímastra skúta hefur oft glatt augu Íslendinga í heimsóknum sínum til landsins.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira