Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Guðrún Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum. Í skólum landsins hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að bregðast við einelti þegar það kemur upp. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa bent foreldrum á leiðir til að stemma stigu við því með ýmsum hætti. Meðal þess sem við kynnum fyrir foreldrum í fyrirlestrum okkar eru svokallaðir vinahópar. Þá taka foreldrar sig saman og skipta bekk eða árgangi upp í smærri hópa til að hjálpa börnunum að tengjast á jákvæðan hátt í náinni umsjón ábyrgra aðila. Markmiðið er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að hjálpa börnunum að tengjast og umgangast hvert annað af virðingu. Stundum kemur það upp að einhverjir foreldrar eru ekki með aðstöðu til að taka þátt. Þá er vert að hafa í huga að það eru oftar en ekki börn þessara foreldra sem þurfa hvað mest á því að halda að vinahópar séu myndaðir. Þeir sem eru sterkari leggja sitt af mörkum til að hlúa að hinum sem minna mega sín. Ef til vill er þetta hornsteinninn að því að útrýma einelti. Þegar skilningur er fyrir því að við byggjum betri lífsgæði fyrir heildina með því að huga vel að öllum. Þegar hver hugsar aðeins um sig og sinn hag tvístrumst við og sumir verða utanveltu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að vera komin lengra en svo. Einelti er ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Einelti er mjög frumstæð hegðun sem byggir á mikilli skammsýni. Framsýni á að vera markmið þróaðs samfélags, og það að huga að velferð hópsins sem heildar kemur sér vel fyrir alla þegar fram horfir. Einelti er ekki bundið við börn og unglinga. Það á sér einnig stað hjá fullorðnum. Þetta er samfélagsmein. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Talsmáti á heimili og framkoma við annað fullorðið fólk hefur mikil áhrif á það hvernig börnin okkar haga sér. Börn eru óvitar. Þau horfa til okkar uppalendanna um leiðsögn og fyrirmæli. Þegar barn leggur annað barn í einelti og sú hegðun er ekki leiðrétt erum við ekki að sinna skyldum okkar sem uppalendur. Það er afar mikilvægt að kenna börnum nærgætni og umburðarlyndi og jafn mikilvægt að muna að það er lærð hegðun, ekki meðfædd. Skólar landsins virðast úrræðalitlir þegar kemur að því að eiga við einelti. Það má merkja á því að oft hrekjast þolendur eineltis úr skóla sínum til að flýja ofbeldið. Lái það hver sem vill foreldri að taka barn úr skóla sem þurft hefur að þola einelti árum saman. Þegar svo er komið er yfirleitt búið að halda marga fundi með skólastjórnendum, umsjónarkennara og námsráðgjafa með foreldrum þolenda og gerenda. Einhvern veginn virkar ekkert og á endanum taka foreldrar barnið úr skólanum. Eftir það er oft ekkert meira aðhafst. Þolandinn er bugaður og hrakinn á brott. Skilaboðin frá samfélaginu eru að hann hafi þurft að lúta fyrir ofbeldinu. Gerandinn lærir að ofbeldið hafi borið árangur og sú hegðun virki fyrir hann. Hvað verður um þann einstakling í samfélaginu? Hvað mun hann leggja af mörkum framvegis? Hvernig mun hann ná sínu fram á sínum vinnustað? Sömuleiðis spyr maður hvernig þolandinn muni dafna í framtíðinni? Öll börn eiga rétt á viðunandi aðstöðu til náms innan síns sveitarfélags. Ábyrgð skóla er því rík að skapa umhverfi þar sem allir geta þrifist. Við eigum að geta krafist þess að þessar stofnanir bregðist við og leysi vandamál sem koma þar upp. Jafnframt þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð og koma að lausn málsins eins og þeim er kleift. Íþróttafélög eru hér ekki undanskilin. Þar er ýtt undir samkeppni og slíkur samanburður getur leitt til eineltis. Þau þurfa að vera meðvituð um og vakandi fyrir að íþróttir hafa uppeldislegt gildi. Foreldrar eiga að fara fram á að þar séu allir hvattir og studdir jafnt. Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur en hann þrífst ekki ef við reynum að steypa alla í sama mót. Það er ábyrgðarhlutur að vera þátttakandi í samfélagi. Innan þess eru ýmsar stofnanir sem gegna tilteknum skyldum til að gera það skilvirkara og betra. Ef þessar stofnanir og kerfi eru ekki að virka sem skyldi, þá kemur upp villa. Sú villa gegnsýrir síðan allt kerfið um ókomna tíð ef ekkert er gert til að laga það og leiðrétta. Það er mikilvægt að finna lausn og það er eðlilegt að leggja grunninn í upphafi þegar einstaklingurinn er að mótast. Börnin eru framtíðin og við eigum að leggja allt á okkur til að að fyrirbyggja og taka á einelti í skólum landsins. Það mun bera ávöxt. Við munum uppskera vandaðra og betra samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju þar sem allir fá sín notið og fjölbreytileikinn fær að dafna. Við bendum foreldrum á bæklinginn Einelti – góð ráð til foreldra sem unninn var í samvinnu við Þorlák H. Helgason, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Má m.a. nálgast hann á heimasíðu samtakanna, heimiliogskoli.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum. Í skólum landsins hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að bregðast við einelti þegar það kemur upp. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa bent foreldrum á leiðir til að stemma stigu við því með ýmsum hætti. Meðal þess sem við kynnum fyrir foreldrum í fyrirlestrum okkar eru svokallaðir vinahópar. Þá taka foreldrar sig saman og skipta bekk eða árgangi upp í smærri hópa til að hjálpa börnunum að tengjast á jákvæðan hátt í náinni umsjón ábyrgra aðila. Markmiðið er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að hjálpa börnunum að tengjast og umgangast hvert annað af virðingu. Stundum kemur það upp að einhverjir foreldrar eru ekki með aðstöðu til að taka þátt. Þá er vert að hafa í huga að það eru oftar en ekki börn þessara foreldra sem þurfa hvað mest á því að halda að vinahópar séu myndaðir. Þeir sem eru sterkari leggja sitt af mörkum til að hlúa að hinum sem minna mega sín. Ef til vill er þetta hornsteinninn að því að útrýma einelti. Þegar skilningur er fyrir því að við byggjum betri lífsgæði fyrir heildina með því að huga vel að öllum. Þegar hver hugsar aðeins um sig og sinn hag tvístrumst við og sumir verða utanveltu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að vera komin lengra en svo. Einelti er ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Einelti er mjög frumstæð hegðun sem byggir á mikilli skammsýni. Framsýni á að vera markmið þróaðs samfélags, og það að huga að velferð hópsins sem heildar kemur sér vel fyrir alla þegar fram horfir. Einelti er ekki bundið við börn og unglinga. Það á sér einnig stað hjá fullorðnum. Þetta er samfélagsmein. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Talsmáti á heimili og framkoma við annað fullorðið fólk hefur mikil áhrif á það hvernig börnin okkar haga sér. Börn eru óvitar. Þau horfa til okkar uppalendanna um leiðsögn og fyrirmæli. Þegar barn leggur annað barn í einelti og sú hegðun er ekki leiðrétt erum við ekki að sinna skyldum okkar sem uppalendur. Það er afar mikilvægt að kenna börnum nærgætni og umburðarlyndi og jafn mikilvægt að muna að það er lærð hegðun, ekki meðfædd. Skólar landsins virðast úrræðalitlir þegar kemur að því að eiga við einelti. Það má merkja á því að oft hrekjast þolendur eineltis úr skóla sínum til að flýja ofbeldið. Lái það hver sem vill foreldri að taka barn úr skóla sem þurft hefur að þola einelti árum saman. Þegar svo er komið er yfirleitt búið að halda marga fundi með skólastjórnendum, umsjónarkennara og námsráðgjafa með foreldrum þolenda og gerenda. Einhvern veginn virkar ekkert og á endanum taka foreldrar barnið úr skólanum. Eftir það er oft ekkert meira aðhafst. Þolandinn er bugaður og hrakinn á brott. Skilaboðin frá samfélaginu eru að hann hafi þurft að lúta fyrir ofbeldinu. Gerandinn lærir að ofbeldið hafi borið árangur og sú hegðun virki fyrir hann. Hvað verður um þann einstakling í samfélaginu? Hvað mun hann leggja af mörkum framvegis? Hvernig mun hann ná sínu fram á sínum vinnustað? Sömuleiðis spyr maður hvernig þolandinn muni dafna í framtíðinni? Öll börn eiga rétt á viðunandi aðstöðu til náms innan síns sveitarfélags. Ábyrgð skóla er því rík að skapa umhverfi þar sem allir geta þrifist. Við eigum að geta krafist þess að þessar stofnanir bregðist við og leysi vandamál sem koma þar upp. Jafnframt þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð og koma að lausn málsins eins og þeim er kleift. Íþróttafélög eru hér ekki undanskilin. Þar er ýtt undir samkeppni og slíkur samanburður getur leitt til eineltis. Þau þurfa að vera meðvituð um og vakandi fyrir að íþróttir hafa uppeldislegt gildi. Foreldrar eiga að fara fram á að þar séu allir hvattir og studdir jafnt. Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur en hann þrífst ekki ef við reynum að steypa alla í sama mót. Það er ábyrgðarhlutur að vera þátttakandi í samfélagi. Innan þess eru ýmsar stofnanir sem gegna tilteknum skyldum til að gera það skilvirkara og betra. Ef þessar stofnanir og kerfi eru ekki að virka sem skyldi, þá kemur upp villa. Sú villa gegnsýrir síðan allt kerfið um ókomna tíð ef ekkert er gert til að laga það og leiðrétta. Það er mikilvægt að finna lausn og það er eðlilegt að leggja grunninn í upphafi þegar einstaklingurinn er að mótast. Börnin eru framtíðin og við eigum að leggja allt á okkur til að að fyrirbyggja og taka á einelti í skólum landsins. Það mun bera ávöxt. Við munum uppskera vandaðra og betra samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju þar sem allir fá sín notið og fjölbreytileikinn fær að dafna. Við bendum foreldrum á bæklinginn Einelti – góð ráð til foreldra sem unninn var í samvinnu við Þorlák H. Helgason, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Má m.a. nálgast hann á heimasíðu samtakanna, heimiliogskoli.is.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun