Engan forgang að þjóðarauðlindum Jóhann Ársælsson skrifar 13. janúar 2011 06:00 Einar Guðfinnsson fjallar um auðlindamál í Mbl. 8.jan. 2011 undir fyrirsögninni „Forsætisráðherra boðar samningaleið“. Aðaltilgangur greinarinnar virðist vera að koma því á framfæri að forsætisráðherra hafi auðheyrilega verið á „samningaleiðinni“ í áramótaávarpi sínu. Ástæða þessarar niðurstöðu þingmannsins getur varla verið önnur en sú að forsætisráðherra notaði orðin „sanngjarnari stefnu varðandi dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar,“ og einnig orðin „að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til allra íslendinga“ og vísaði þar með til annarra auðlinda líka sem vera skuli í þjóðareign. Þessi orð má skilja á ýmsa vegu en ég kýs að skilja þau í ljósi stjórnarsáttmálans og þeirrar staðreyndar að ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareigu er í fæðingu. Slíkt ákvæði hlýtur að verða þannig orðað að enginn hafi eða fái forgang til nýtingar þjóðarauðlinda og að Alþingi eigi þess einan kost að setja reglur á jafnræðisgrundvelli um afnotin. Eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom til valda og lýsti stefnu sinni í stjórnarsáttmála hefur verið reynt að koma einhverskonar bannhelgi á orðin fyrning aflaheimilda og fyrningarleið. Þau lýsa þó aðallega vilja til að veita þeim sem nú stunda útgerð viðunandi aðlögunartíma að nýju umhverfi. Umhverfi þar sem jafnræði ríkir og allir greiði fullt verð til samfélagsins en ekki sægreifa fyrir rétt til nýtingar. Sjávarútvegsráðherra skipaði starfshóp til að sætta sjónarmið um framkvæmd stefnunnar. Í hópnum voru aðallega hagsmunaaðilar en líka fulltrúar stjórnmálaflokka. Það var með öllu ljóst frá upphafi að einhverskonar meirihlutaniðurstaða þessa hóps gat ekki orðið stefnumarkandi fyrir framhald málsins þó að sjálfsagt væri að leita eftir sjónarmiðum þeirra sem þarna settust að borði. Þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka leitaði nefndin að einhverskonar niðurstöðu sem þeir sem við borðið sátu gætu flestir sætt sig við. Um þá niðurstöðu hafa menn rætt undir nafngiftinni samningaleið. Það þekkja allir íslendingar frá barnsaldri dæmisöguna um fílinn og blindu mennina fimm. Þessi saga hefur flögrað ítrekað að mér við að fylgjast með umfjöllun um svokallaða samningaleið. Sagan sýnir vel hvernig upplifun manna af sama viðfangsefninu getur verið margvísleg eða að minnsta kosti frásagnir þeirra af þeirri upplifun. Ég hef hlustað á fulltrúa ríkisstjórnarinnar halda því fram að aðalmarkmiðum ríkisstjórnarflokkanna megi ná fram með útfærslu samningaleiðarinnar. En ég hef líka séð að bæði hagsmunaaðilar sem komu að málinu og gagnrýnendur niðurstöðunnar sem vilja fara aðrar leiðir telja að með þessari leið breytist í raun ekki neitt. Eignarhaldi útgerða á auðlindinni verði einungis skipt út fyrir eignarhald útgerða á veiðirétti. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort er rétt fyrr en útfærsla samningaleiðarinnar liggur fyrir. Eftir fyrrnefndan aðdraganda er hafin smíði frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og Alþingi á eftir að fjalla um frumvarpið. Þar eiga þingmenn að meta hvort með því verði farið að vilja þjóðarinnar. En í þessu máli hefur Alþingi ekki endurspeglað vilja þjóðarinnar fram að þessu heldur hagsmunaaðila og valdhafa. Ég hef stundum orðað það svo að það séu einungis tvær samkomur þar sem meirihluti hafi verið fyrir eignarhaldi útgerðarmanna á auðlindum sjávar, sem sé á aðalfundum LÍÚ og á Alþingi. En þetta má til sanns vegar færa og það hefur undrað mig af hve mikilli óbilgirni og forherðingu sjálfstæðismenn (og sumir framsóknarmenn) hafa barist fyrir séreign útgerðarmanna á veiðirétti fram á síðustu daga. Ég leyfi mér hins vegar að trúa því að það frumvarp sem nú er sagt í smíðum á vegum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur verði í fullu samræmi við stjórnarsáttmálann og boðaða stefnu stjórnarflokkanna og tefji ekki eða hamli með neinum hætti gildistöku ákvæðis um þjóðareign á auðlindum. Alþingi taki því ekki með neinum hætti fram fyrir hendur Stjórnlagaþings en leiti þess í stað samninga og sátta við þjóðin sjálfa en ekki einungis hagsmunaaðila um framtíð auðlindavörslunnar. Ef Alþingi reynir að forða sérhagsmunum núverandi útgerðarmanna undan áhrifum af nýju ákvæði um þjóðareign á auðlindum eins og Einar Guðfinnsson virðist binda vonir við mun þjóðin ekki taka því vel og stuðningsmenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur þó verst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Einar Guðfinnsson fjallar um auðlindamál í Mbl. 8.jan. 2011 undir fyrirsögninni „Forsætisráðherra boðar samningaleið“. Aðaltilgangur greinarinnar virðist vera að koma því á framfæri að forsætisráðherra hafi auðheyrilega verið á „samningaleiðinni“ í áramótaávarpi sínu. Ástæða þessarar niðurstöðu þingmannsins getur varla verið önnur en sú að forsætisráðherra notaði orðin „sanngjarnari stefnu varðandi dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar,“ og einnig orðin „að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til allra íslendinga“ og vísaði þar með til annarra auðlinda líka sem vera skuli í þjóðareign. Þessi orð má skilja á ýmsa vegu en ég kýs að skilja þau í ljósi stjórnarsáttmálans og þeirrar staðreyndar að ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareigu er í fæðingu. Slíkt ákvæði hlýtur að verða þannig orðað að enginn hafi eða fái forgang til nýtingar þjóðarauðlinda og að Alþingi eigi þess einan kost að setja reglur á jafnræðisgrundvelli um afnotin. Eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom til valda og lýsti stefnu sinni í stjórnarsáttmála hefur verið reynt að koma einhverskonar bannhelgi á orðin fyrning aflaheimilda og fyrningarleið. Þau lýsa þó aðallega vilja til að veita þeim sem nú stunda útgerð viðunandi aðlögunartíma að nýju umhverfi. Umhverfi þar sem jafnræði ríkir og allir greiði fullt verð til samfélagsins en ekki sægreifa fyrir rétt til nýtingar. Sjávarútvegsráðherra skipaði starfshóp til að sætta sjónarmið um framkvæmd stefnunnar. Í hópnum voru aðallega hagsmunaaðilar en líka fulltrúar stjórnmálaflokka. Það var með öllu ljóst frá upphafi að einhverskonar meirihlutaniðurstaða þessa hóps gat ekki orðið stefnumarkandi fyrir framhald málsins þó að sjálfsagt væri að leita eftir sjónarmiðum þeirra sem þarna settust að borði. Þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka leitaði nefndin að einhverskonar niðurstöðu sem þeir sem við borðið sátu gætu flestir sætt sig við. Um þá niðurstöðu hafa menn rætt undir nafngiftinni samningaleið. Það þekkja allir íslendingar frá barnsaldri dæmisöguna um fílinn og blindu mennina fimm. Þessi saga hefur flögrað ítrekað að mér við að fylgjast með umfjöllun um svokallaða samningaleið. Sagan sýnir vel hvernig upplifun manna af sama viðfangsefninu getur verið margvísleg eða að minnsta kosti frásagnir þeirra af þeirri upplifun. Ég hef hlustað á fulltrúa ríkisstjórnarinnar halda því fram að aðalmarkmiðum ríkisstjórnarflokkanna megi ná fram með útfærslu samningaleiðarinnar. En ég hef líka séð að bæði hagsmunaaðilar sem komu að málinu og gagnrýnendur niðurstöðunnar sem vilja fara aðrar leiðir telja að með þessari leið breytist í raun ekki neitt. Eignarhaldi útgerða á auðlindinni verði einungis skipt út fyrir eignarhald útgerða á veiðirétti. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort er rétt fyrr en útfærsla samningaleiðarinnar liggur fyrir. Eftir fyrrnefndan aðdraganda er hafin smíði frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og Alþingi á eftir að fjalla um frumvarpið. Þar eiga þingmenn að meta hvort með því verði farið að vilja þjóðarinnar. En í þessu máli hefur Alþingi ekki endurspeglað vilja þjóðarinnar fram að þessu heldur hagsmunaaðila og valdhafa. Ég hef stundum orðað það svo að það séu einungis tvær samkomur þar sem meirihluti hafi verið fyrir eignarhaldi útgerðarmanna á auðlindum sjávar, sem sé á aðalfundum LÍÚ og á Alþingi. En þetta má til sanns vegar færa og það hefur undrað mig af hve mikilli óbilgirni og forherðingu sjálfstæðismenn (og sumir framsóknarmenn) hafa barist fyrir séreign útgerðarmanna á veiðirétti fram á síðustu daga. Ég leyfi mér hins vegar að trúa því að það frumvarp sem nú er sagt í smíðum á vegum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur verði í fullu samræmi við stjórnarsáttmálann og boðaða stefnu stjórnarflokkanna og tefji ekki eða hamli með neinum hætti gildistöku ákvæðis um þjóðareign á auðlindum. Alþingi taki því ekki með neinum hætti fram fyrir hendur Stjórnlagaþings en leiti þess í stað samninga og sátta við þjóðin sjálfa en ekki einungis hagsmunaaðila um framtíð auðlindavörslunnar. Ef Alþingi reynir að forða sérhagsmunum núverandi útgerðarmanna undan áhrifum af nýju ákvæði um þjóðareign á auðlindum eins og Einar Guðfinnsson virðist binda vonir við mun þjóðin ekki taka því vel og stuðningsmenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur þó verst.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar