Sögulegt tækifæri til að ná sátt 24. júní 2011 13:03 Mynd/GVA Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir til mikils að vinna að útkljá þann ágreining sem ríkt hafi meðal þjóðarinnar um stjórn fiskveiða undanfarna þrjá áratugi. Tækifærið sé núna og frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sé góður grunnur til þess, þótt frumvarpið muni taka breytingum í meðförum Alþingis. Steingrímur segir mjög líklegt að nokkrar breytingar verði á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Það hafi alltaf legið fyrir að þessi viðamikla kerfisbreyting ætti nokkra vegferð fyrir höndum. „Að sjálfsögðu verður tekið mark á og tekin til skoðunar öll uppbyggileg sjónarmið sem fram eru sett í tengslum við þetta frumvarp. Ég hafna því alfarið að frumvarpið sem slíkt, það er að segja að grunnnálgun þess, hún stendur alveg. Það er að fara þessa leið sem sáttanefndin lagði upp með nýtingarsamninga til afmarkaðs tíma og síðan ráðstafanir í pottum,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að vega og meta t.d. upphæð veiðigjaldsins, hversu mikið verði fært yfir í potta, tímalengd nýtingarsamninga, sem og framsalið og veðsetninguna, sem varði starfsgrundvöll greinarinnar. „Þetta er útfærsluatriði. Það þarf að finna það hvað er hófsamlegt og skynsamlegt í þeim efnum en það er ekki grundvallarhugmyndafræðin sjálf. Ég held að hún sé rétt,“ segir Steingrímur. Hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið, nú nýlega frá sérfræðingahópi sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði sjálfur. „Það er sett fram gagnrýni á útfærslu ýmissa þátta. Sumir telja að það sé gengið of langt í einstaka tilvikum. Það gangi ekki samtímis að hækka veiðigjald mjög mikið en jafnframt að skerða yfir í potta mjög hratt veiðiheimildir, þá er það úrlausnarefni,“ segir Steingrímur. Með frumvarpinu sé verið að reyna að ná fram lagfæringu á umdeildu kerfi og tryggja að þjóðin fá arð af auðlind sem hún óumdeilanlega eigi um leið og útgerðinni sé tryggð stöðugt rekstrarumhverfi. Þetta sé ekki síður áskorun fyrir sjávarútveginn en stjórnmálamennina og þá sem sýsli með efnahagsmál. „Því að ófriðurinn og óstöðugleikinn um þessa grein er líka vandamál í sjálfu sér og það er til mikils að vinna að komast út úr þeim farvegi og upp úr þeim leiðindahjólförum sem um umræðan um fiskveiðistjórnunarmál og kvótamál hefur verið í hátt á þriðja áratug. Tækifærið er núna,“ segir Steingrímur. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir til mikils að vinna að útkljá þann ágreining sem ríkt hafi meðal þjóðarinnar um stjórn fiskveiða undanfarna þrjá áratugi. Tækifærið sé núna og frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða sé góður grunnur til þess, þótt frumvarpið muni taka breytingum í meðförum Alþingis. Steingrímur segir mjög líklegt að nokkrar breytingar verði á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Það hafi alltaf legið fyrir að þessi viðamikla kerfisbreyting ætti nokkra vegferð fyrir höndum. „Að sjálfsögðu verður tekið mark á og tekin til skoðunar öll uppbyggileg sjónarmið sem fram eru sett í tengslum við þetta frumvarp. Ég hafna því alfarið að frumvarpið sem slíkt, það er að segja að grunnnálgun þess, hún stendur alveg. Það er að fara þessa leið sem sáttanefndin lagði upp með nýtingarsamninga til afmarkaðs tíma og síðan ráðstafanir í pottum,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að vega og meta t.d. upphæð veiðigjaldsins, hversu mikið verði fært yfir í potta, tímalengd nýtingarsamninga, sem og framsalið og veðsetninguna, sem varði starfsgrundvöll greinarinnar. „Þetta er útfærsluatriði. Það þarf að finna það hvað er hófsamlegt og skynsamlegt í þeim efnum en það er ekki grundvallarhugmyndafræðin sjálf. Ég held að hún sé rétt,“ segir Steingrímur. Hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið, nú nýlega frá sérfræðingahópi sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði sjálfur. „Það er sett fram gagnrýni á útfærslu ýmissa þátta. Sumir telja að það sé gengið of langt í einstaka tilvikum. Það gangi ekki samtímis að hækka veiðigjald mjög mikið en jafnframt að skerða yfir í potta mjög hratt veiðiheimildir, þá er það úrlausnarefni,“ segir Steingrímur. Með frumvarpinu sé verið að reyna að ná fram lagfæringu á umdeildu kerfi og tryggja að þjóðin fá arð af auðlind sem hún óumdeilanlega eigi um leið og útgerðinni sé tryggð stöðugt rekstrarumhverfi. Þetta sé ekki síður áskorun fyrir sjávarútveginn en stjórnmálamennina og þá sem sýsli með efnahagsmál. „Því að ófriðurinn og óstöðugleikinn um þessa grein er líka vandamál í sjálfu sér og það er til mikils að vinna að komast út úr þeim farvegi og upp úr þeim leiðindahjólförum sem um umræðan um fiskveiðistjórnunarmál og kvótamál hefur verið í hátt á þriðja áratug. Tækifærið er núna,“ segir Steingrímur.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent