Þrír í gæsluvarðhald Magnús Halldórsson skrifar 1. desember 2011 00:01 Jóhannes Baldursson, sést hér yfirgefa Héraðsdóm Reykjavíkur eftir að hafa verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á viðskiptum bankans fyrir hrun. Er þeim haldið í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara. Um er að ræða Lárus Welding, fyrrum forstjóra Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrum framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, og Inga Rafnar Júlíusson, fyrrum starfsmann bankans. Þeir voru allir leiddir fyrir dómara fyrr í kvöld, hver á eftir öðrum. Beiðni um gæsluvarðhald yfir Elmari Svavarssyni miðlara var hafnað af dómara, eins og áður hefur verið greint frá á Vísi. Í tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara frá því í dag kemur fram að rannsókn málsins tengdist einkum fjórum þáttum. Þeir eru: 1. Kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum útgefnum af bankanum á verðbréfamarkaðinum. Einnig kaup bankans og ráðstöfun á hlutabréfum útgefnum af FL Group. 2. Lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hlutabréfum útgefnum af bankanum í lok árs 2007 og á árinu 2008. Upphaflegur höfuðstóll nefndra lánveitinga er talinn nema samtals tæpum 37 milljörðum króna. 3. Viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum útgefnum af bankanum. 4. Sölutrygging Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði FL Group áramótin 2007 og 2008. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum Glitnis, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Upphaf rannsókna á málunum má m.a. rekja til kæra frá Fjármálaeftirlitinu og síðan rannsókna slitastjórnar Glitnis. Ólafur Þór Hauksson hefur ekki upplýst um hvort gæsluvarðhaldsúrskurðurnir hafi verið kærðir til Hæstaréttar. Þá hafa lögmenn þeirra sem í hlut eiga ekki viljað veita upplýsingar um málin. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á viðskiptum bankans fyrir hrun. Er þeim haldið í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara. Um er að ræða Lárus Welding, fyrrum forstjóra Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrum framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, og Inga Rafnar Júlíusson, fyrrum starfsmann bankans. Þeir voru allir leiddir fyrir dómara fyrr í kvöld, hver á eftir öðrum. Beiðni um gæsluvarðhald yfir Elmari Svavarssyni miðlara var hafnað af dómara, eins og áður hefur verið greint frá á Vísi. Í tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara frá því í dag kemur fram að rannsókn málsins tengdist einkum fjórum þáttum. Þeir eru: 1. Kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum útgefnum af bankanum á verðbréfamarkaðinum. Einnig kaup bankans og ráðstöfun á hlutabréfum útgefnum af FL Group. 2. Lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hlutabréfum útgefnum af bankanum í lok árs 2007 og á árinu 2008. Upphaflegur höfuðstóll nefndra lánveitinga er talinn nema samtals tæpum 37 milljörðum króna. 3. Viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum útgefnum af bankanum. 4. Sölutrygging Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði FL Group áramótin 2007 og 2008. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum Glitnis, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Upphaf rannsókna á málunum má m.a. rekja til kæra frá Fjármálaeftirlitinu og síðan rannsókna slitastjórnar Glitnis. Ólafur Þór Hauksson hefur ekki upplýst um hvort gæsluvarðhaldsúrskurðurnir hafi verið kærðir til Hæstaréttar. Þá hafa lögmenn þeirra sem í hlut eiga ekki viljað veita upplýsingar um málin.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira