Hagkvæmara að gefa Eygló Harðardóttir skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Fyrir hrun trúðu margir á sýnina um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna. Þetta endurspeglaðist í að skattaívilnanir stjórnvalda beindust m.a. fyrst og fremst að fyrirtækjum sem voru á markaði í hagnaðarskyni. Samhliða hallaði sífellt á starfsemi sem rekin var á grundvelli ákveðinna hugsjóna, svo sem frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðafélaga árið 1979, ákvörðun um að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagningu erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Hver kannast ekki við Öryrkjabandalag Íslands, Krabbameinsfélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Rauða Kross Íslands sem daglega starfa í almannaþágu, til heilla fyrir okkur öll? Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðarlöndunum, t.d. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Stærsti munurinn felst þó í því að einstaklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skattskyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og Norður-Ameríku. Einnig hafa frjáls félagasamtök greitt fullan erfðafjárskatt af dánargjöfum sem þeim hefur verið ánafnað. Það geta ekki verið rétt skilaboð til samfélagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum, að auðdýrkun og fésýsla sé metin meira en vinnan, þekkingin og framtakið og maðurinn sjálfur. Því hef ég lagt fram frumvarp sem leggur til skattaívilnanir í þágu frjálsra félagasamtaka. Einstaklingi verði heimilt að draga gjafir til félagasamtaka frá skatti. Einnig að slíkum samtökum verði ekki gert að greiða erfðafjárskatt af arfi, gjafaarfi, dánargjöfum og fyrirframgreiddum arfi sem þeim áskotnast. Nýtt Ísland verður að setja manngildi ofar auðgildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hrun trúðu margir á sýnina um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna. Þetta endurspeglaðist í að skattaívilnanir stjórnvalda beindust m.a. fyrst og fremst að fyrirtækjum sem voru á markaði í hagnaðarskyni. Samhliða hallaði sífellt á starfsemi sem rekin var á grundvelli ákveðinna hugsjóna, svo sem frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðafélaga árið 1979, ákvörðun um að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagningu erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Hver kannast ekki við Öryrkjabandalag Íslands, Krabbameinsfélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Rauða Kross Íslands sem daglega starfa í almannaþágu, til heilla fyrir okkur öll? Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðarlöndunum, t.d. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Stærsti munurinn felst þó í því að einstaklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðarfélaga frá skattskyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og Norður-Ameríku. Einnig hafa frjáls félagasamtök greitt fullan erfðafjárskatt af dánargjöfum sem þeim hefur verið ánafnað. Það geta ekki verið rétt skilaboð til samfélagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum, að auðdýrkun og fésýsla sé metin meira en vinnan, þekkingin og framtakið og maðurinn sjálfur. Því hef ég lagt fram frumvarp sem leggur til skattaívilnanir í þágu frjálsra félagasamtaka. Einstaklingi verði heimilt að draga gjafir til félagasamtaka frá skatti. Einnig að slíkum samtökum verði ekki gert að greiða erfðafjárskatt af arfi, gjafaarfi, dánargjöfum og fyrirframgreiddum arfi sem þeim áskotnast. Nýtt Ísland verður að setja manngildi ofar auðgildi.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar