Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012 16. desember 2011 17:00 Nico Hülkenberg verður keppnisökumaður Force India á næsta ári, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins í ár. MYND: FORCE INDIA Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira