Ferrari stefnir á sigur á heimavelli 5. september 2011 14:28 Felipe Massa og Fernando Alonso keppa með Ferrari á Ítalíu um næstu helgi. AP mynd: Frank Augstein Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Alonso sagði í fréttatilkynningu frá Pirelli dekkjaframleiðandanum í dag að það væri sérstök tilfinning að keyra í hröðustu keppni ársins á Monza og það væri líka sérstakt tilfinngalega á keyra Ferrari þar. Brautin er oft kölluð heimavöllur Ferrari, sem er ítalskst, rétt eins og Torro Rosso liðið. „Það er ótrúlegt að vinna á Monza og að vinna þar á rauðum bíl (Ferrari) er enn ótrúlegra. Að vera á verðlaunapallinum og sjá þúsundir áhorfenda fyrir neða í rauðum skyrtum og með rauða fána er yfirþyrmandi tilfinning", sagði Alonso. „Markmið okkar í ár er það sama og í fyrra. Að vinna mótið. Við höfum burði til þess, en vitum að keppinautar okkar eru sterkir. Ég er viss um að það verður spennandi keppni, eins og við höfum oft séð á þessu ári." Pirelli dekkjaframleiðandinn er með höfuðstöðvar sínar á Ítalíu og sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum og byrjaði á því á þessu ári. „Endurkoma Pirelli í Formúlu 1 hefur bætt skemmtangildið, sem var eitt af markmiðunum í upphafi árs og við verðum að þakka fyrir það og hvar er það betra en á heimavelli þeirra?", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Alonso sagði í fréttatilkynningu frá Pirelli dekkjaframleiðandanum í dag að það væri sérstök tilfinning að keyra í hröðustu keppni ársins á Monza og það væri líka sérstakt tilfinngalega á keyra Ferrari þar. Brautin er oft kölluð heimavöllur Ferrari, sem er ítalskst, rétt eins og Torro Rosso liðið. „Það er ótrúlegt að vinna á Monza og að vinna þar á rauðum bíl (Ferrari) er enn ótrúlegra. Að vera á verðlaunapallinum og sjá þúsundir áhorfenda fyrir neða í rauðum skyrtum og með rauða fána er yfirþyrmandi tilfinning", sagði Alonso. „Markmið okkar í ár er það sama og í fyrra. Að vinna mótið. Við höfum burði til þess, en vitum að keppinautar okkar eru sterkir. Ég er viss um að það verður spennandi keppni, eins og við höfum oft séð á þessu ári." Pirelli dekkjaframleiðandinn er með höfuðstöðvar sínar á Ítalíu og sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum og byrjaði á því á þessu ári. „Endurkoma Pirelli í Formúlu 1 hefur bætt skemmtangildið, sem var eitt af markmiðunum í upphafi árs og við verðum að þakka fyrir það og hvar er það betra en á heimavelli þeirra?", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira