Hugtök án orða? Gauti Kristmannsson skrifar 24. september 2011 06:00 Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagnfræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðarbókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn-Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvísandi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skilgreina hugtakið heldur bókmenntafræðingarnir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sammannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáldskapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heimsbókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagnfræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðarbókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn-Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvísandi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skilgreina hugtakið heldur bókmenntafræðingarnir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sammannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáldskapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heimsbókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun