Óþolsaðferðin gegn bulli Guðmundur Jón Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2011 07:30 Þann 16. ágúst sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fjármálaráðherra þar sem hann svarar skrifum Þorsteins Pálssonar í helgarblaði Fréttablaðsins þar á undan. Ekki verða skrif Þorsteins eða svar ráðherra við þeim gerð að umræðuefni hér heldur var það ákveðin setning í grein ráðherra sem sló mig. Eftir stuttan inngang segir ráðherrann að skrif Þorsteins hafi verið með þeim hætti að: „…ekki verði látið ómótmælt. Hér skal það gert og er til marks um að skrif hans eru almennt svaraverð sem er meira en segja má um ýmsa aðra.” Ég er áreiðanlega ekki einn um það að hafa ofboðið hvernig ríkisstjórnin hefur látið pólitíska pörupilta komast upp með að afbaka og úthrópa nær allar gerðir sínar án þess að svara fyrir sig. Óhróður, lygar og afbakanir eru vissulega hvimleiðar en menn ættu að hafa það í huga að sé slíkt endurtekið nógu oft án andsvara fara einfaldar sálir að trúa þeim. Hér skal þó tekið fram að ekki eru allir ráðherrar undir sömu sökina seldir hvað þetta varðar. Framganga Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra hefur verið til fyrirmyndar í ýmsum málum, t.d. hvað varðar rofið á hringveginum og upphlaup framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar í því sambandi sem virðist nú reyndar hafa átt sér flokkspólitískar rætur en ekki mótast af hagsmunum greinarinnar. Svipaða sögu má segja um moldviðrið kringum fangelsismálin eða veggjöldin. Einnig er rétt að benda á framgöngu aðstoðarmanns menntamálaráðherra varðandi málefni Kvikmyndaskóla Íslands en hann einfaldlega mætti í viðtal í útvarpi og útskýrði á málefnalegan hátt fyrir áheyrendum um hvað málið snerist. …fínt hjá honum. Ýmislegt fleira mætti einnig tína til þó það verði ekki gert hér. Um suma aðra ráðherra verður því miður ekki það sama sagt. Til dæmis komst framkvæmdastjóri LÍÚ upp með það að mæta í gjallarhorn sitt, RÚV, við eigum víst ekkert Ríkisútvarp lengur, og hella lygum og atvinnurógi yfir strandveiðimenn. Ekki heyrðist múkk frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða blaðafulltrúa hans heldur þurfti kona sem mælti fyrir hönd fiskvinnslustöðva að skrifa grein til að bera blak af strandveiðimönnum og leiðrétta rangfærslurnar. Sá ágæti ráðherra sem þarna hefði þurft að vera til andsvara er hins vegar upp um alla veggi þegar fáfengi á borð við hvalveiðar ber á góma að maður tali nú ekki um blessað lambakjötið. Það er afskaplega skiljanlegt að fjármálaráðherra finnist það ógeðfellt að standa daginn út og daginn inn í því að svara þeim útúrsnúningi og rangfærslum sem dynja á ríkisstjórninni en því miður er það bara ekki inni í myndinni að yppta öxlum og segja: „Þetta er ekki svaravert.“ Því eins og áður sagði þá holar dropinn steininn. Að grípa ekki til gagnaðgerða og svara bullinu með málefnalegum hætti getur haft ófyrirsjáanlegar pólitískar afleiðingar. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að hysja upp um sig og taka upp óþolsaðferðina í þessum efnum og nýta til hins ýtrasta þá upplýsingafulltrúa sem starfa í ráðuneytunum svo og aðstoðarmenn ráðherra. Næst þegar einhver veður uppi með þvætting í fréttatíma ljósvakamiðla eða í dagblaði þá sé upplýsingafulltrúi viðkomandi ráðuneytis eða ráðherrann sjálfur mættur í næsta fréttatíma eða tölublað og svari ávirðingunum fullum hálsi. Að lokum tvær spurningar. Getur einhver upplýst mig um hver sé forsætisráðherra á Íslandi og hvar sú manneskja heldur sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Þann 16. ágúst sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fjármálaráðherra þar sem hann svarar skrifum Þorsteins Pálssonar í helgarblaði Fréttablaðsins þar á undan. Ekki verða skrif Þorsteins eða svar ráðherra við þeim gerð að umræðuefni hér heldur var það ákveðin setning í grein ráðherra sem sló mig. Eftir stuttan inngang segir ráðherrann að skrif Þorsteins hafi verið með þeim hætti að: „…ekki verði látið ómótmælt. Hér skal það gert og er til marks um að skrif hans eru almennt svaraverð sem er meira en segja má um ýmsa aðra.” Ég er áreiðanlega ekki einn um það að hafa ofboðið hvernig ríkisstjórnin hefur látið pólitíska pörupilta komast upp með að afbaka og úthrópa nær allar gerðir sínar án þess að svara fyrir sig. Óhróður, lygar og afbakanir eru vissulega hvimleiðar en menn ættu að hafa það í huga að sé slíkt endurtekið nógu oft án andsvara fara einfaldar sálir að trúa þeim. Hér skal þó tekið fram að ekki eru allir ráðherrar undir sömu sökina seldir hvað þetta varðar. Framganga Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra hefur verið til fyrirmyndar í ýmsum málum, t.d. hvað varðar rofið á hringveginum og upphlaup framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar í því sambandi sem virðist nú reyndar hafa átt sér flokkspólitískar rætur en ekki mótast af hagsmunum greinarinnar. Svipaða sögu má segja um moldviðrið kringum fangelsismálin eða veggjöldin. Einnig er rétt að benda á framgöngu aðstoðarmanns menntamálaráðherra varðandi málefni Kvikmyndaskóla Íslands en hann einfaldlega mætti í viðtal í útvarpi og útskýrði á málefnalegan hátt fyrir áheyrendum um hvað málið snerist. …fínt hjá honum. Ýmislegt fleira mætti einnig tína til þó það verði ekki gert hér. Um suma aðra ráðherra verður því miður ekki það sama sagt. Til dæmis komst framkvæmdastjóri LÍÚ upp með það að mæta í gjallarhorn sitt, RÚV, við eigum víst ekkert Ríkisútvarp lengur, og hella lygum og atvinnurógi yfir strandveiðimenn. Ekki heyrðist múkk frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða blaðafulltrúa hans heldur þurfti kona sem mælti fyrir hönd fiskvinnslustöðva að skrifa grein til að bera blak af strandveiðimönnum og leiðrétta rangfærslurnar. Sá ágæti ráðherra sem þarna hefði þurft að vera til andsvara er hins vegar upp um alla veggi þegar fáfengi á borð við hvalveiðar ber á góma að maður tali nú ekki um blessað lambakjötið. Það er afskaplega skiljanlegt að fjármálaráðherra finnist það ógeðfellt að standa daginn út og daginn inn í því að svara þeim útúrsnúningi og rangfærslum sem dynja á ríkisstjórninni en því miður er það bara ekki inni í myndinni að yppta öxlum og segja: „Þetta er ekki svaravert.“ Því eins og áður sagði þá holar dropinn steininn. Að grípa ekki til gagnaðgerða og svara bullinu með málefnalegum hætti getur haft ófyrirsjáanlegar pólitískar afleiðingar. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að hysja upp um sig og taka upp óþolsaðferðina í þessum efnum og nýta til hins ýtrasta þá upplýsingafulltrúa sem starfa í ráðuneytunum svo og aðstoðarmenn ráðherra. Næst þegar einhver veður uppi með þvætting í fréttatíma ljósvakamiðla eða í dagblaði þá sé upplýsingafulltrúi viðkomandi ráðuneytis eða ráðherrann sjálfur mættur í næsta fréttatíma eða tölublað og svari ávirðingunum fullum hálsi. Að lokum tvær spurningar. Getur einhver upplýst mig um hver sé forsætisráðherra á Íslandi og hvar sú manneskja heldur sig?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar