Erlent

Krókódíll réðst á garðsláttuvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krókódíll í Ástralska skriðdýragarðinum olli miklum usla á dögunum þegar að hann réðst á slátturvél sem starfsmaður garðsins var með og sökkti henni í gryfjunni hjá sér. Krókódíllinn sem er fimm metra langur heitir Elvis, eftir söngvaranum sáluga. Hann dró slátturvélina ofan í vatn í gryfju sinni og vaktaði hana í meira en klukkustund.

Það var ekki fyrr en umsjónarmönnum garðsins datt í hug að kasta kengúrukjöti til Elvisar að hann var tilbúinn til þess að láta slátturvélina vera til þess að taka til matar síns. Þá gátu starfsmennirnir stokkið í gryfjuna til að ná í slátturvélina, sem var samanbitin, og tvær tennur sem höfðu brotnað úr Elvis þegar hann hamaðist á vélinni.

Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×