Ný tækifæri fyrir tæknisinnaða Hjálmar Árnason skrifar 9. júní 2011 06:00 Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimenntun. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvarlegt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumarkaði okkar. Úr þessu þarf að bæta. Atvinnumöguleikar tæknimenntaðs fólks eru miklir. Tæknifræði býður upp á góða og fjölbreytilega vinnu og góðar tekjur og ætti því að vera eftirsótt nám. Meðallaun félagsmanna í Félagi tæknifræðinga eru um 600 þúsund á mánuði, skv. síðustu kjarakönnun TFÍ. Þrátt fyrir þetta sækja ekki nægilega margir í tæknimenntun á Íslandi. Keilir og Háskóli Íslands bjóða upp á tæknifræði þar sem áhersla er lögð á verkefnavinnu með raunhæfum verkefnum. Gott dæmi um það er að einn nemenda mun taka hið glæsilega hús, Hörpu, sem lokaverkefni og skoða orkunýtingu tónlistarhallarinnar og leiðir til að ná enn betri árangri. Inn í námið eru nemendur metnir á grundvelli menntunar og reynslu og „stungið inn“ í námið miðað við raunfærni þeirra. Síðari hluta námsins verður hægt að stunda með vinnu. Þarna er nýtt tækifæri fyrir áhugasama á öllum aldri. Í samstarfi við Háskóla Íslands, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tæknifræðingafélagið og fjölmörg fyrirtæki vill Keilir svara kalli atvinnulífsins. Meðal fyrirtækja sem koma að þessu samstarfi eru Marel, Össur, Mannvit, HS Orka, HS Veitur og Frumherji. Samstarf skólanna fjögurra gengur út á að skipuleggja nám sem nær frá byrjun framhaldsskóla til lokaprófs í tæknifræði á háskólastigi. Sveigjanleiki í námi er lykilþáttur í samstarfinu og verður nemendum gert kleift að taka námið í nokkrum þrepum. Keilir er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nemendum býðst að leigja íbúðir á ævintýralegum kjörum og/eða nota rútuferðir (10 á dag) milli höfuðborgarsvæðis og Ásbrúar. Hægt er að fá íbúðir leigðar á verði sem telst einkar hagstætt eða frá kr. 60.000 á mánuði og niðurhal af neti innifalið. Með þessu samstarfi vilja skólarnir og fyrirtækin bregðast við hinni æpandi þörf á tæknifræðimenntuðu fólki. Við opnum skil milli skólastiga, bjóðum fjölbreytilegt og lifandi nám sem býður vel launuð og skemmtileg störf sem bíða eftir áhugasömu fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimenntun. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvarlegt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumarkaði okkar. Úr þessu þarf að bæta. Atvinnumöguleikar tæknimenntaðs fólks eru miklir. Tæknifræði býður upp á góða og fjölbreytilega vinnu og góðar tekjur og ætti því að vera eftirsótt nám. Meðallaun félagsmanna í Félagi tæknifræðinga eru um 600 þúsund á mánuði, skv. síðustu kjarakönnun TFÍ. Þrátt fyrir þetta sækja ekki nægilega margir í tæknimenntun á Íslandi. Keilir og Háskóli Íslands bjóða upp á tæknifræði þar sem áhersla er lögð á verkefnavinnu með raunhæfum verkefnum. Gott dæmi um það er að einn nemenda mun taka hið glæsilega hús, Hörpu, sem lokaverkefni og skoða orkunýtingu tónlistarhallarinnar og leiðir til að ná enn betri árangri. Inn í námið eru nemendur metnir á grundvelli menntunar og reynslu og „stungið inn“ í námið miðað við raunfærni þeirra. Síðari hluta námsins verður hægt að stunda með vinnu. Þarna er nýtt tækifæri fyrir áhugasama á öllum aldri. Í samstarfi við Háskóla Íslands, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tæknifræðingafélagið og fjölmörg fyrirtæki vill Keilir svara kalli atvinnulífsins. Meðal fyrirtækja sem koma að þessu samstarfi eru Marel, Össur, Mannvit, HS Orka, HS Veitur og Frumherji. Samstarf skólanna fjögurra gengur út á að skipuleggja nám sem nær frá byrjun framhaldsskóla til lokaprófs í tæknifræði á háskólastigi. Sveigjanleiki í námi er lykilþáttur í samstarfinu og verður nemendum gert kleift að taka námið í nokkrum þrepum. Keilir er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nemendum býðst að leigja íbúðir á ævintýralegum kjörum og/eða nota rútuferðir (10 á dag) milli höfuðborgarsvæðis og Ásbrúar. Hægt er að fá íbúðir leigðar á verði sem telst einkar hagstætt eða frá kr. 60.000 á mánuði og niðurhal af neti innifalið. Með þessu samstarfi vilja skólarnir og fyrirtækin bregðast við hinni æpandi þörf á tæknifræðimenntuðu fólki. Við opnum skil milli skólastiga, bjóðum fjölbreytilegt og lifandi nám sem býður vel launuð og skemmtileg störf sem bíða eftir áhugasömu fólki.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar