

Eru Íslendingar feitastir?
Ef mikill vandi felst í því að vera næst efst á þessum lista eins og greina mátti á fréttaflutningi, þá er lausnin einföld. Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum.
Fréttin um að við værum önnur feitasta þjóðin var einfaldlega röng. Ef umhyggja fréttamanna fyrir sannleikanum er einlæg má búast við að fréttastofur fjalli jafnmikið um þessa leiðréttu frétt eins og þær fjölluðu um röngu fréttina.
Vigtaðu rétt strákurÁhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu.
Hugtök sem notuð eru til að lýsa holdafari fólks eru ruglingsleg og stundum torskilin. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) byggir á þyngd að teknu tilliti til hæðar svo: (BMI = kg /m2) Sömu mörk eru notuð fyrir karla og konur. Þegar BMI stuðull er hærri en 30 er talað um offitu (e. obesity). BMI gildi á milli 25 og 30 flokkast sem ofþyngd (sem er ekki offita). Deilt er um hvar þessi mörk eigi að liggja og hvað þau í raun þýða. Meiri sátt er um mörkin fyrir offitu en um mörkin fyrir ofþyngd.
Karlmaður (eða kona) sem 190 cm og 91 kg er með BMI-gildið 25,2 og flokkast því í ofþyngd sem og einstaklingur sem er 160 cm og 64 kg. Fáir eru með mynd af slíkum einstaklingum í huga þegar rætt er um offitu þjóða. Ekki er útilokað að aukið hlutfall Íslendinga sem flokkast í ofþyngd geti m.a. verið til komið vegna aukinnar vöðvasöfnunar enda hefur hluti landsmanna æft stíft. BMI-stuðullinn gerir ekki greinarmun á vöðvamassa og fitumassa.
Í umræddri skýrslu birtist einnig samanlagt hlutfall fullorðinna Íslendinga sem annað hvort er í ofþyngd eða offitu. Þar er blandað saman tveimur aðgreindum hópum og því miður er það oft gert m.a. í skýrslum og ritum sérfræðinga um þetta efni. Annar hópurinn er að öllum líkindum of feitur, en hinn er það síður. Að mínu mati er gagnsemi flokksins „ofþyngd“ svo takmörkuð að skoða þarf alvarlega hvort hætta eigi að birta upplýsingar um ofþyngd í opinberum skýrslum og fréttum. Með nokkurri lagni hefði fréttamaður hins vegar getað séð að samsetta mælingin er ekki eingöngu að mæla offitu, enda var myndin fyrir offitu á næstu blaðsíðu.
Því stundum verður mönnum áLíklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu. Skýrsluhöfundar hefðu átt að gera betur grein fyrir hvað felst í þessum mælingum og samanburði. Það er eðlileg krafa að fréttamenn spyrji gagnrýninna spurninga um hvað sé mælt og hvernig.
Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr skaðlegum áhrifum aukinnar offitu á heilsu fólks heldur að benda á mikilvægi þess að byggja á bestu fáanlegu mælingum. Umræða um þyngd má ekki skyggja á umræðu um mikilvægi hollrar fæðu, nægrar hreyfingar og vera með gott þol. Þannig þurfa allir að hreyfa sig nægjanlega mikið, borða hollan mat, og sofa vel, óháð því hvort þau eru í kjörþyngd eða ekki. Hluta af neikvæðum afleiðingum offitu má rekja til vanlíðanar í kjölfar neikvæðra ummæla sem höfð eru um útlit einstaklinga og hópa. Því skal ávallt gæta virðingar og umburðarlyndis þegar rætt er um líkamlegt útlit fólks og þjóða.
Skoðun

Virði barna og ungmenna
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Sættir þú þig við þetta?
Jón Pétur Zimsen skrifar

Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum
Lúðvík Júlíusson skrifar

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Bragi Bjarnason skrifar

Tölum um stóra valdaframsalsmálið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna
Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar

Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Gott frumvarp, en hvað með verklagið?
Bogi Ragnarsson skrifar

Augnablikið
Magnús Jóhann Hjartarson skrifar

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Þjóðin stendur með sjúkraliðum
Sandra B. Franks skrifar

Vegið að íslenska lífeyriskerfinu
Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar

Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Sniðgangan á Rapyd slær öll met
Björn B. Björnsson skrifar

Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka
Birgir Finnsson skrifar

Árið 2023 kemur aldrei aftur
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Trumpistar eru víða
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna
Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar

Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi!
Rakel Ýr Isaksen skrifar

Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar
Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar