Hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar 14. nóvember 2011 11:00 Niðurskurður og enn meiri niðurskurður. Þurfum við ekki að fara í naflaskoðun þegar kemur að niðurskurði hjá hinu opinbera? Huga stjórnmálamenn nægilega að hinu smáa í umhverfi sínu þegar kemur að samdrætti í útgjöldum ríkisins? Það er erfitt fyrir landsmenn að horfa upp á stjórnmálastéttina lifa sínu ljúfa lífi á kostnað okkar hinna þrátt fyrir kreppuna þegar við almenningurinn þrengjum sultarólina í innsta gat. Stjórnmálamenn hafa frían síma, niðurgreiddan mat, afnot af bifreiðum, frí dagblöð, greiddan starfskostnað og svona mætti lengi telja. Þeir ákveða niðurskurðinn án þess að finna hann á eigin skinni. Þessu þarf að breyta og hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina. Margt smátt í sparnaði gerir eitt stórt. Ég legg til að eftirfarandi verði lagt af:Ráðherrar noti eigin bíla. Þeir gætu fengið merki í rúðu bílsins sem leyfði viðkomandi að leggja bílnum hvar sem er.Þingmenn greiði sjálfir fyrir símanotkun sína utan skrifstofunnar. Þeir noti símtækin á skrifstofum sínum sem við sköffum þeim.Lokum mötuneytinu í Alþingishúsinu og hættum að niðurgreiða matinn ofan í þingmenn. Starfsmenn þingsins hafi með sér nesti eða nýti matsölustaðina í nágrenninu og styðji þannig við einkareksturinn sem berst í bökkum.Þingmenn kaupi sjálfir dagblöð, ef þeir vilja fylgjast með gera þeir það á sinn kostnað.Hættum að greiða starfskostnað. Hvaða vitleysa er þetta með aukakostnað við að mæta til og stunda vinnu sína. Þeir eiga sjálfir að greiða slíkan kostnað.Þingmaður standi straum af auka búsetukostnaði eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu gera. Hvaða bull er þetta að við séum að greiða fyrir aukaheimili þingmanns. Viðkomandi ákvað að bjóða sig fram og náði kosningu líkt og með þann sem sækir um og fær starf í öðru byggðarlagi en hann býr í. Ekki er það atvinnurekandinn sem greiðir fyrir aukabúsetu. Oftar en ekki flytur fjölskyldan búferlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Niðurskurður og enn meiri niðurskurður. Þurfum við ekki að fara í naflaskoðun þegar kemur að niðurskurði hjá hinu opinbera? Huga stjórnmálamenn nægilega að hinu smáa í umhverfi sínu þegar kemur að samdrætti í útgjöldum ríkisins? Það er erfitt fyrir landsmenn að horfa upp á stjórnmálastéttina lifa sínu ljúfa lífi á kostnað okkar hinna þrátt fyrir kreppuna þegar við almenningurinn þrengjum sultarólina í innsta gat. Stjórnmálamenn hafa frían síma, niðurgreiddan mat, afnot af bifreiðum, frí dagblöð, greiddan starfskostnað og svona mætti lengi telja. Þeir ákveða niðurskurðinn án þess að finna hann á eigin skinni. Þessu þarf að breyta og hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina. Margt smátt í sparnaði gerir eitt stórt. Ég legg til að eftirfarandi verði lagt af:Ráðherrar noti eigin bíla. Þeir gætu fengið merki í rúðu bílsins sem leyfði viðkomandi að leggja bílnum hvar sem er.Þingmenn greiði sjálfir fyrir símanotkun sína utan skrifstofunnar. Þeir noti símtækin á skrifstofum sínum sem við sköffum þeim.Lokum mötuneytinu í Alþingishúsinu og hættum að niðurgreiða matinn ofan í þingmenn. Starfsmenn þingsins hafi með sér nesti eða nýti matsölustaðina í nágrenninu og styðji þannig við einkareksturinn sem berst í bökkum.Þingmenn kaupi sjálfir dagblöð, ef þeir vilja fylgjast með gera þeir það á sinn kostnað.Hættum að greiða starfskostnað. Hvaða vitleysa er þetta með aukakostnað við að mæta til og stunda vinnu sína. Þeir eiga sjálfir að greiða slíkan kostnað.Þingmaður standi straum af auka búsetukostnaði eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu gera. Hvaða bull er þetta að við séum að greiða fyrir aukaheimili þingmanns. Viðkomandi ákvað að bjóða sig fram og náði kosningu líkt og með þann sem sækir um og fær starf í öðru byggðarlagi en hann býr í. Ekki er það atvinnurekandinn sem greiðir fyrir aukabúsetu. Oftar en ekki flytur fjölskyldan búferlum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun