Erlent

Fárviðri í Svíþjóð - hitamet í Danmörku

Óveður í Noregi.
Óveður í Noregi. Mynd / AFP
Fárviðrið Dagmar, sem hefur leikið marga norðurlandabúa grátt yfir jólin, er nú komið til Svíþjóðar, og eru á annað hundrað heimili rafmagnslaus vegna þess.

Fárviðrið hefur gengið yfir Noreg í nótt, en það varð þess meðal annars valdandi að æfingahöllin Abrahallen í Þrándheimi hrundi til grunna.

Vegagerðin í Noregi brýnir fyrir fólki að vera vel búið ætli það að halda í ferðalag og hvetur fólk til að taka með sér mat og drykk þar sem að mikil bið getur skapast vegna veðursins.

Þó þurfa ekki allir norðurlandabúar að kvarta yfir veðri þar sem að búist er við að í Danmörku verði slegið hitamet í dag, en þar í landi er talið að hlýjasti annar dagur jóla, síðan mælingar hófust. Hitametið er nú 9,7 gráður þannig að Danir ættu að geta lagt kuldaúlpunum og notið dagsins í hitanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×