Erlent

Piltur myrtur á Oxford Street

Áætlað er að búðir muni selja vörur fyrir tvo milljarða punda.
Áætlað er að búðir muni selja vörur fyrir tvo milljarða punda. Mynd AP
Maður á tvítugsaldrinum var stunginn til bana á verslunargötunni Oxford Street í Lundúnum um hádegisbilið í dag. Lögreglan hefur handtekið nokkra aðila sem hugsanlega tengjast morðinu. Jólaútsölur eru í Bretlandi í dag. Dagurinn er kallaður Boxing day og er mesti verslunardagur Bretlands.

Fjöldi viðskiptavina urðu vitni af morðinu samkvæmt vefsíðu Daily Telegraph.

Morðið átti sér stað eftir að menn rifust harkalega við fórnarlambið. Ekki er ljóst hvort málsaðilar hafi þekkst.

Þúsundir Breta versla á þessum degi og er áætlað að búðir muni selja vörur fyrir tvo milljarða punda bara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×