Umferðarhraðinn og slysin 7. september 2011 00:01 Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruð slasast alvarlega, oft af því að einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir vinir og samstarfsfélagar fórnarlamba umferðarslysanna þekkja þá sögu vel. Fólksbíllinn er stundum kallaður þarfasti þjónninn í nútíma þjóðfélagi og hefur leyst gamla vininn, íslenska hestinn, af hólmi. Metnaður er síðan fyrir sífellt kraftmeiri bílum sem eiga líka að vera öruggari við verri aðstæður og meiri hraða. Skriðvörn, bremsuvörn svo eitthvað sé nefnt auk líknarbelgjanna góðu. En bíllinn getur sannarlega verið manns versti óvinur, ef ekki er farið varlega og hann misnotaður. Þar sem lögmálið um fallþyngd hundraðfaldast alltaf með hraðanum sem ekið er á. Tölvuleikir eru sýndarveruleiki sem ganga oft líka út á sem mestan hraða. Eftirvæntingin hlýtur því að vera mikil þegar út í raunveruleikann er komið og bílprófið er í höfn hjá yngstu ökumönnunum. Að endurtaka leikina í raunverulegu umhverfi. Þar sem reynsluleysi, kæruleysi og sýndarmennskan verður hættuleg blanda í öflugum bíl. Þeir sem eldri eru vilja því miður oft einnig vera „með í leiknum”. Og þótt hæfnin til aksturs sé ef til vill meiri, er pirringur og óþolinmæðin oft meiri. Reynslan kemur að litlum notum þegar stórir sénsar eru teknir. Þar sem fegurð umhverfisins er raunveruleg, en skilyrðin á veginum djöfulleg. Sumir segja að slys séu bara ákveðin líkindi að óheppni. Að sumu leyti satt en oftar ekki, sérstaklega þegar umferðarslysin eiga í hlut og sem í flestum tilvikum má koma í veg fyrir. Ekki síst alvarlegustu slysin þar sem hinn slasaði „var jafnvel í rétti”. Þau forðumst við best með því að keyra hægar og sýna aðgát og kurteisi. Og láta ekki náungann koma okkur sífellt úr jafnvægi, jafnvel þótt hann skori okkur á hólm, í kappakstur á stálhestinum sínum. Áhrifaríkustu verkefni lögreglunnar og Umferðarstofu eru að tryggja eins og hægt er umferðaröryggi vegfarenda og halda umferðarhraðanum ávallt niðri. Þakka má fyrst og fremst þeim þann stóra ávinning sem náðst hefur hér á landi, þrátt fyrir allt, að fækka alvarlegustu umferðarslysunum umtalsvert. Á götum borgarinnar ekkert síður en úti á þjóðvegunum þar sem hárfín brotin lína sker samt sem áður allt of oft á milli lífs og dauða. Eftir nokkra áratuga starf á Slysa- og bráðamóttöku ætti maður að vera kominn með þykkan skráp. En sárin eru misalvarleg og víst er að sárin úr alvarlegustu bílslysunum eru ekki nein smásár. Það eina sem aldrei venst í starfinu. Ef aðstæður hefðu verið aðrar þegar mestu máli skipti í lífi fórnarlambanna. Jafnvel þegar lífið var rétt að byrja og tíminn framundan virtist svo óendanlega langur og bjartur. Ekkert er jafn ömurlegt og að sjá hvað eitt andartak í fávisku getur skipt miklu máli, í lifandi lífi. Síðan er það sorgin og margir hugsa sinn gang, en því miður í allt of stuttan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruð slasast alvarlega, oft af því að einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir vinir og samstarfsfélagar fórnarlamba umferðarslysanna þekkja þá sögu vel. Fólksbíllinn er stundum kallaður þarfasti þjónninn í nútíma þjóðfélagi og hefur leyst gamla vininn, íslenska hestinn, af hólmi. Metnaður er síðan fyrir sífellt kraftmeiri bílum sem eiga líka að vera öruggari við verri aðstæður og meiri hraða. Skriðvörn, bremsuvörn svo eitthvað sé nefnt auk líknarbelgjanna góðu. En bíllinn getur sannarlega verið manns versti óvinur, ef ekki er farið varlega og hann misnotaður. Þar sem lögmálið um fallþyngd hundraðfaldast alltaf með hraðanum sem ekið er á. Tölvuleikir eru sýndarveruleiki sem ganga oft líka út á sem mestan hraða. Eftirvæntingin hlýtur því að vera mikil þegar út í raunveruleikann er komið og bílprófið er í höfn hjá yngstu ökumönnunum. Að endurtaka leikina í raunverulegu umhverfi. Þar sem reynsluleysi, kæruleysi og sýndarmennskan verður hættuleg blanda í öflugum bíl. Þeir sem eldri eru vilja því miður oft einnig vera „með í leiknum”. Og þótt hæfnin til aksturs sé ef til vill meiri, er pirringur og óþolinmæðin oft meiri. Reynslan kemur að litlum notum þegar stórir sénsar eru teknir. Þar sem fegurð umhverfisins er raunveruleg, en skilyrðin á veginum djöfulleg. Sumir segja að slys séu bara ákveðin líkindi að óheppni. Að sumu leyti satt en oftar ekki, sérstaklega þegar umferðarslysin eiga í hlut og sem í flestum tilvikum má koma í veg fyrir. Ekki síst alvarlegustu slysin þar sem hinn slasaði „var jafnvel í rétti”. Þau forðumst við best með því að keyra hægar og sýna aðgát og kurteisi. Og láta ekki náungann koma okkur sífellt úr jafnvægi, jafnvel þótt hann skori okkur á hólm, í kappakstur á stálhestinum sínum. Áhrifaríkustu verkefni lögreglunnar og Umferðarstofu eru að tryggja eins og hægt er umferðaröryggi vegfarenda og halda umferðarhraðanum ávallt niðri. Þakka má fyrst og fremst þeim þann stóra ávinning sem náðst hefur hér á landi, þrátt fyrir allt, að fækka alvarlegustu umferðarslysunum umtalsvert. Á götum borgarinnar ekkert síður en úti á þjóðvegunum þar sem hárfín brotin lína sker samt sem áður allt of oft á milli lífs og dauða. Eftir nokkra áratuga starf á Slysa- og bráðamóttöku ætti maður að vera kominn með þykkan skráp. En sárin eru misalvarleg og víst er að sárin úr alvarlegustu bílslysunum eru ekki nein smásár. Það eina sem aldrei venst í starfinu. Ef aðstæður hefðu verið aðrar þegar mestu máli skipti í lífi fórnarlambanna. Jafnvel þegar lífið var rétt að byrja og tíminn framundan virtist svo óendanlega langur og bjartur. Ekkert er jafn ömurlegt og að sjá hvað eitt andartak í fávisku getur skipt miklu máli, í lifandi lífi. Síðan er það sorgin og margir hugsa sinn gang, en því miður í allt of stuttan tíma.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar