„Þetta kemur mér virkilega á óvart," sagði Björn Ingi Friðþjófsson eftir sigurinn í kvöld. HK bar sigur úr býtum gegn Fram í næstsíðustu umferð N1-deildar karla, en leikurinn fór 35-26 og fór fram í Safamýrinni, heimavelli Fram. HK náði að tryggja sér í undanúrslit með sigrinum og því voru fagnaðarlætin gríðarleg.
„Það valta ekki allir svona yfir Fram á þeirra eigin heimavelli. Mér fannst einkennilegt hvernig Framarar komu út í seinni hálfleikinn og við náðum að nýta okkur það".
„Leikur okkar var nánast fullkomin síðustu 45 mínúturnar og varnarleikur okkar var á heimsmælikvarða. Það er lítið mál að verja vel þegar maður stendur fyrir aftan svona vörn," sagði Björn Ingi.
HK var 11 mörkum undir í hálfleik gegn Akureyri í síðustu umferð en náðu að koma til baka og minnka muninn í aðeins 1 mark.
„Við lékum virkilega vel í síðari hálfleik gegn Akureyri og vorum staðráðnir í því að halda áfram á þeirri braut hér í kvöld," sagði Björn Ingi sáttur eftir sigurinn í kvöld.
Björn Ingi: Ekkert mál að verja fyrir framan þessa vörn
Stefán Árni Pálsson skrifar í Safamýrinni skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

