Rangt og rétt um tónlistarnám Oddný Sturludóttir skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun