Lífið

Boxhanskar boðnir upp

Boxhanskar úr Rocky-myndunum verða seldir á uppboði í maí.
Boxhanskar úr Rocky-myndunum verða seldir á uppboði í maí.
Boxhanskar sem Sylvester Stallone notaði í Rocky-myndunum og sloppurinn sem Jeff Bridges klæddist í hlutverki sínu sem The Dude í gamanmyndinni The Big Lebowski eru á meðal safngripa sem verða seldir á uppboði í Los Angeles í maí.

Jakki sem James Dean klæddist í kvikmyndinni Rebel without a Cause sem kom út 1955 verður einnig til sölu á uppboðinu. Á meðal fleiri muna verður gullkálfur sem var notaður í myndinni The Ten Commandments og handskrifað bréf frá Walt Disney, stofnanda Disney-veldisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.