Erlent

Bond mætir á svæðið enn einu sinni

Daniel Craig þykir hafa staðið sig prýðilega í hlutverkinu síðustu ár.
Daniel Craig þykir hafa staðið sig prýðilega í hlutverkinu síðustu ár.

Aðdáendur ævintýranna um James Bond geta nú tekið gleði sína á ný en framleiðendur hafa ákveðið að hefja framleiðslu nýrrar myndar, sem verður númer 23 í röðinni.

Óttast var um afdrif spæjara hennar hátignar þegar framleiðslunni var hætt í fyrra í ljósi bágrar stöðu MGM kvikmyndaversins. Nú hefur allt verið sett á fullt á ný og óskarsverðlaunaleikstjórinn Sam Mended, sem frægastur er fyrir American Beauty, mun leikstýra. Daniel Craig verður í hlutverki Bonds eins og í síðustu skipti og frumsýningardagur er áætlaður 9. nóvember 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×