Enn er neyð á Haítí Anna Stefánsdóttir skrifar 12. janúar 2011 06:00 Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns búa í tjöldum. Fréttir berast af ofbeldisverkum, sérstaklega gagnvart konum. Kólerufaraldur geisar. Hafa raunir þessarar þjóðar engan endi? Þó að ástandið á Haítí sé nöturlegt enn þá hefur neyðaraðstoð komið í veg fyrir ennþá alvarlegri afleiðingar skjálftans. Og, sem ekki er minna um vert, þá hefur gjafmildi alþjóðasamfélagsins tryggt að fjármunir eru til staðar í uppbygginguna, sem vonandi fer brátt að ganga hraðar. Rústabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sýndi okkur Íslendingum hversu miklu þrautþjálfaður hópur manna með afmarkað starfssvið getur áorkað þegar brugðist er við hratt og örugglega. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa einnig unnið þrekvirki, einkum við umönnun sjúkra og slasaðra og útvegun vatns og hreinlætisaðstöðu. Starfið heldur áfram. Fyrir tilstilli almennings og íslenskra stjórnvalda, sem hafa lagt fram fé til hjálparstarfs Rauða krossins, er hópur haítískra sjálfboðaliða núna að fræða fórnarlömb jarðskjálftans um mikilvægi hreinlætis til að hefta útbreiðslu kóleru, sem hefur þegar dregið 3.000 manns til dauða. Við hjá Rauða krossi Íslands gerum ráð fyrir að hlúa áfram að þurfandi fólki á Haítí næstu tvö árin. Margar hendur vinna létt verk. Á vegum Rauða kross félaga víðs vegar að í heiminum hafa 172 þúsund fjölskyldur á Haítí fengið efni til að koma sér upp skjóli, 216 þúsund manns hafa notið heilbrigðisþjónustu og 317 þúsund manns fá daglega drykkjarvatn frá Rauða krossinum. Oft hættir okkur til að einblína á það sem miður fer. Og það er hvergi auðveldara en á Haítí. En þá er gott að hafa í huga að þjóðir heims hafa lofað miklum fjárhæðum til endurreisnarinnar. Þó að hún hafi enn ekki hafist að ráði þá eru nú stofnanir og fjármunir til staðar. Ef allt fer að okkar björtustu vonum þá verður ekki bara byggt upp eftir jarðskjálftann heldur verður Haítímönnum hjálpað að bæta sitt samfélag til langrar framtíðar. Á meðan munum við hjá Rauða krossinum halda áfram að vinna með okkar fólki á Haítí við að draga úr neyðinni, sem er svo sannarlega enn til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns búa í tjöldum. Fréttir berast af ofbeldisverkum, sérstaklega gagnvart konum. Kólerufaraldur geisar. Hafa raunir þessarar þjóðar engan endi? Þó að ástandið á Haítí sé nöturlegt enn þá hefur neyðaraðstoð komið í veg fyrir ennþá alvarlegri afleiðingar skjálftans. Og, sem ekki er minna um vert, þá hefur gjafmildi alþjóðasamfélagsins tryggt að fjármunir eru til staðar í uppbygginguna, sem vonandi fer brátt að ganga hraðar. Rústabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sýndi okkur Íslendingum hversu miklu þrautþjálfaður hópur manna með afmarkað starfssvið getur áorkað þegar brugðist er við hratt og örugglega. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa einnig unnið þrekvirki, einkum við umönnun sjúkra og slasaðra og útvegun vatns og hreinlætisaðstöðu. Starfið heldur áfram. Fyrir tilstilli almennings og íslenskra stjórnvalda, sem hafa lagt fram fé til hjálparstarfs Rauða krossins, er hópur haítískra sjálfboðaliða núna að fræða fórnarlömb jarðskjálftans um mikilvægi hreinlætis til að hefta útbreiðslu kóleru, sem hefur þegar dregið 3.000 manns til dauða. Við hjá Rauða krossi Íslands gerum ráð fyrir að hlúa áfram að þurfandi fólki á Haítí næstu tvö árin. Margar hendur vinna létt verk. Á vegum Rauða kross félaga víðs vegar að í heiminum hafa 172 þúsund fjölskyldur á Haítí fengið efni til að koma sér upp skjóli, 216 þúsund manns hafa notið heilbrigðisþjónustu og 317 þúsund manns fá daglega drykkjarvatn frá Rauða krossinum. Oft hættir okkur til að einblína á það sem miður fer. Og það er hvergi auðveldara en á Haítí. En þá er gott að hafa í huga að þjóðir heims hafa lofað miklum fjárhæðum til endurreisnarinnar. Þó að hún hafi enn ekki hafist að ráði þá eru nú stofnanir og fjármunir til staðar. Ef allt fer að okkar björtustu vonum þá verður ekki bara byggt upp eftir jarðskjálftann heldur verður Haítímönnum hjálpað að bæta sitt samfélag til langrar framtíðar. Á meðan munum við hjá Rauða krossinum halda áfram að vinna með okkar fólki á Haítí við að draga úr neyðinni, sem er svo sannarlega enn til staðar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar