Vanhæfur saksóknari - vond ákæra Einar Steingrímsson skrifar 12. janúar 2011 06:00 Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun