Faglegar ráðningar í æðstu embætti Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2011 06:00 Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun