Faglegar ráðningar í æðstu embætti Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2011 06:00 Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun