Vaðlaheiðargöng og forgangsröðun framkvæmda Þóroddur Bjarnason skrifar 25. október 2011 06:00 Á undanförnum áratugum hefur margt áunnist í samgöngumálum þjóðarinnar. Bundið slitlag hefur verið lagt á nánast allan hringveginn og flestum erfiðustu umferðarhindrunum á þeirri leið verið rutt úr vegi. Helstu umferðaræðar innan borgarmarkanna hafa verið tvöfaldaðar eða jafnvel þrefaldaðar og tengingar milli þeirra víða auðveldaðar með mislægum gatnamótum. Allir þéttbýliskjarnar landsins eru jafnframt í vegasambandi við hringveginn þótt víða séu slíkir vegir erfiðir og illfærir stóran hluta ársins. Óleyst viðfangsefni í samgöngumálum eru þó jafnframt mörg og brýn. Umferðarþunginn á suðvesturhorni landsins er mikill og ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir til að auka umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum á mesta annatíma. Utan suðvesturhornsins eru vegir hins vegar víða mjög lélegir, fjallaskörð varasöm og brýr einbreiðar. Þá búa einstakir byggðakjarnar við afar erfiða einangrun frá næstu nágrönnum sínum og nálægum þjónustukjörnum. Hættur leynast víða á þjóðvegum landsins og stafar öllum vegfarendum þannig til dæmis bráð lífshætta af ökuníðingum sem böðlast fram úr á öfugum vegarhelmingi á móti þungri umferð, á blindhæðum og blindbeygjum, jafnt í rigningu, myrkri sem hálku. Tvöföldun þjóðvega virðist eina leiðin til að verjast þeim og hljóta umferðarþyngstu kaflarnir að njóta þar forgangs. Einnig stafar fólki víða mikil hætta af sundurgröfnum, signum og allt of mjóum vegum þar sem örfáir sentimetrar skilja milli lífs og dauða þegar fjölskyldubílar og flutningabílar mætast á miklum hraða. Flest verða umferðarslysin á umferðarþyngstu vegunum en oft er lífshættan mest á þeim fáfarnari. Lífshætta í umferðinni er þó ekki eina réttlæting vegaframkvæmda. Síðustu öldina hefur Reykjavík verið byggð upp sem þungamiðja opinberrar stjórnsýslu, menntunar, verslunar, heilbrigðisþjónustu og menningar fyrir alla landsmenn en jafnframt hafa stærstu byggðarlög einstakra landshluta verið efld til að sem flestir landsmenn geti notið slíkrar þjónustu. Þessi þéttbýlisstefna hefur valdið umtalsverðri byggðaröskun en flestir eru sammála um að þetta sé skynsamlegri ráðstöfun en að dreifa allri opinberri þjónustu jafnt og þunnt milli stórra og smárra byggðarlaga landsins. Fyrir vikið þarf hins vegar að tryggja að íbúar hinna dreifðu byggða geti af sæmilegu öryggi sótt heilbrigðisþjónustu, menntun, verslun og menningu um þjóðvegi landsins. Þess vegna er fólksfjöldi heldur ekki eini mælikvarðinn á sanngjarna forgangsröðun samgöngubóta. Þannig eru foreldrar og börn á Kjalarnesi til dæmis afar lítill hluti þjóðarinnar en hagsmunir þeirra af undirgöngum undir Vesturlandsveginn afar brýnir. Að sama skapi eru íbúar Norðurlands austan Vaðlaheiðar minnihluti þjóðarinnar en þeir hafa mikla hagsmuni af fyrirhuguðum göngum undir Vaðlaheiðina og öruggum samgöngum allan ársins hring til Akureyrar þar sem börn þeirra fæðast, áætlunarflug þeirra lendir, háskólanemar útskrifast og innkaupakerrur fyllast í lágvöruverslunum. Sú framkvæmd styrkir jafnframt þéttbýlissvæðið á Mið-Norðurlandi frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og Húsavíkur þar sem ríflega þrjátíu þúsund manns búa og fólksfjölgun hefur verið um 4% frá síðustu aldamótum. Eðlilega þykir flestum sem öll hagkvæmnis-, öryggis- og sanngirnissjónarmið hnígi að því að þeirra vandamál njóti forgangs og umræða um samgöngumál snýst því auðveldlega upp í illvíga hreppapólitík og ásakanir um kjördæmapot. Vaðlaheiðargöng gagnast Norðlendingum meira en öðrum landsmönnum líkt og tónlistarhúsið Harpa og hátæknisjúkrahús í Þingholtunum gagnast íbúum höfuðborgarsvæðisins meira en öðrum. Mikilvægi þessara samgöngubóta fyrir íbúa Mið-Norðurlands dregur vitaskuld ekki úr nauðsyn brýnna samgöngubóta fyrir íbúa suðvesturhornsins, Vestfirðinga eða Austfirðinga. Fyrr eða síðar þarf að ráðast í allar þessar framkvæmdir og pólitísk forgangsröðun þeirra er erfið en nauðsynleg. Það yrði til mikilla bóta ef stefnumótun í samgöngumálum til næstu áratuga gæti falið í sér formlega forgangsröðun sem rökstudd væri með faglegu mati á margvíslegum og ólíkum ávinningi mismunandi framkvæmda. Það er hins vegar ástæðulaust að níða niður tilteknar framkvæmdir eða ráðast með offorsi að þeim sem tala máli íbúa á einstökum svæðum í samgöngumálum. Sanngjörn forgangsröðun í samgöngumálum byggist á því að við setjum okkur hvert í annars spor. Landsbyggðarfólk sem er búið að skila börnum á barnaheimili og mætt til vinnu tíu mínútum eftir að eldhúsdyrnar lokuðust verður að geta sett sig í spor íbúa suðvesturhornsins sem lenda daglega í seigfljótandi umferðartöfum. Á hinn bóginn þurfa íbúar suðvesturhornsins einnig að ímynda sér augnablik verslanir sínar, háskóla og sjúkrahús handan við fjallaskarð sem oft sé illfært eða jafnvel ófært um að vetrarlagi. Umfram allt þurfa þó blaðamenn á fjölmiðlum allra landsmanna í Reykjavík að setja sig í spor allra landsmanna og stuðla þannig að sanngirni og jafnvægi í opinberri umræðu um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hefur margt áunnist í samgöngumálum þjóðarinnar. Bundið slitlag hefur verið lagt á nánast allan hringveginn og flestum erfiðustu umferðarhindrunum á þeirri leið verið rutt úr vegi. Helstu umferðaræðar innan borgarmarkanna hafa verið tvöfaldaðar eða jafnvel þrefaldaðar og tengingar milli þeirra víða auðveldaðar með mislægum gatnamótum. Allir þéttbýliskjarnar landsins eru jafnframt í vegasambandi við hringveginn þótt víða séu slíkir vegir erfiðir og illfærir stóran hluta ársins. Óleyst viðfangsefni í samgöngumálum eru þó jafnframt mörg og brýn. Umferðarþunginn á suðvesturhorni landsins er mikill og ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir til að auka umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum á mesta annatíma. Utan suðvesturhornsins eru vegir hins vegar víða mjög lélegir, fjallaskörð varasöm og brýr einbreiðar. Þá búa einstakir byggðakjarnar við afar erfiða einangrun frá næstu nágrönnum sínum og nálægum þjónustukjörnum. Hættur leynast víða á þjóðvegum landsins og stafar öllum vegfarendum þannig til dæmis bráð lífshætta af ökuníðingum sem böðlast fram úr á öfugum vegarhelmingi á móti þungri umferð, á blindhæðum og blindbeygjum, jafnt í rigningu, myrkri sem hálku. Tvöföldun þjóðvega virðist eina leiðin til að verjast þeim og hljóta umferðarþyngstu kaflarnir að njóta þar forgangs. Einnig stafar fólki víða mikil hætta af sundurgröfnum, signum og allt of mjóum vegum þar sem örfáir sentimetrar skilja milli lífs og dauða þegar fjölskyldubílar og flutningabílar mætast á miklum hraða. Flest verða umferðarslysin á umferðarþyngstu vegunum en oft er lífshættan mest á þeim fáfarnari. Lífshætta í umferðinni er þó ekki eina réttlæting vegaframkvæmda. Síðustu öldina hefur Reykjavík verið byggð upp sem þungamiðja opinberrar stjórnsýslu, menntunar, verslunar, heilbrigðisþjónustu og menningar fyrir alla landsmenn en jafnframt hafa stærstu byggðarlög einstakra landshluta verið efld til að sem flestir landsmenn geti notið slíkrar þjónustu. Þessi þéttbýlisstefna hefur valdið umtalsverðri byggðaröskun en flestir eru sammála um að þetta sé skynsamlegri ráðstöfun en að dreifa allri opinberri þjónustu jafnt og þunnt milli stórra og smárra byggðarlaga landsins. Fyrir vikið þarf hins vegar að tryggja að íbúar hinna dreifðu byggða geti af sæmilegu öryggi sótt heilbrigðisþjónustu, menntun, verslun og menningu um þjóðvegi landsins. Þess vegna er fólksfjöldi heldur ekki eini mælikvarðinn á sanngjarna forgangsröðun samgöngubóta. Þannig eru foreldrar og börn á Kjalarnesi til dæmis afar lítill hluti þjóðarinnar en hagsmunir þeirra af undirgöngum undir Vesturlandsveginn afar brýnir. Að sama skapi eru íbúar Norðurlands austan Vaðlaheiðar minnihluti þjóðarinnar en þeir hafa mikla hagsmuni af fyrirhuguðum göngum undir Vaðlaheiðina og öruggum samgöngum allan ársins hring til Akureyrar þar sem börn þeirra fæðast, áætlunarflug þeirra lendir, háskólanemar útskrifast og innkaupakerrur fyllast í lágvöruverslunum. Sú framkvæmd styrkir jafnframt þéttbýlissvæðið á Mið-Norðurlandi frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og Húsavíkur þar sem ríflega þrjátíu þúsund manns búa og fólksfjölgun hefur verið um 4% frá síðustu aldamótum. Eðlilega þykir flestum sem öll hagkvæmnis-, öryggis- og sanngirnissjónarmið hnígi að því að þeirra vandamál njóti forgangs og umræða um samgöngumál snýst því auðveldlega upp í illvíga hreppapólitík og ásakanir um kjördæmapot. Vaðlaheiðargöng gagnast Norðlendingum meira en öðrum landsmönnum líkt og tónlistarhúsið Harpa og hátæknisjúkrahús í Þingholtunum gagnast íbúum höfuðborgarsvæðisins meira en öðrum. Mikilvægi þessara samgöngubóta fyrir íbúa Mið-Norðurlands dregur vitaskuld ekki úr nauðsyn brýnna samgöngubóta fyrir íbúa suðvesturhornsins, Vestfirðinga eða Austfirðinga. Fyrr eða síðar þarf að ráðast í allar þessar framkvæmdir og pólitísk forgangsröðun þeirra er erfið en nauðsynleg. Það yrði til mikilla bóta ef stefnumótun í samgöngumálum til næstu áratuga gæti falið í sér formlega forgangsröðun sem rökstudd væri með faglegu mati á margvíslegum og ólíkum ávinningi mismunandi framkvæmda. Það er hins vegar ástæðulaust að níða niður tilteknar framkvæmdir eða ráðast með offorsi að þeim sem tala máli íbúa á einstökum svæðum í samgöngumálum. Sanngjörn forgangsröðun í samgöngumálum byggist á því að við setjum okkur hvert í annars spor. Landsbyggðarfólk sem er búið að skila börnum á barnaheimili og mætt til vinnu tíu mínútum eftir að eldhúsdyrnar lokuðust verður að geta sett sig í spor íbúa suðvesturhornsins sem lenda daglega í seigfljótandi umferðartöfum. Á hinn bóginn þurfa íbúar suðvesturhornsins einnig að ímynda sér augnablik verslanir sínar, háskóla og sjúkrahús handan við fjallaskarð sem oft sé illfært eða jafnvel ófært um að vetrarlagi. Umfram allt þurfa þó blaðamenn á fjölmiðlum allra landsmanna í Reykjavík að setja sig í spor allra landsmanna og stuðla þannig að sanngirni og jafnvægi í opinberri umræðu um samgöngumál.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun