Innlent

Reykjavíkurborg efli þjónustuna

Jón Gnarr, borgarstjóri. Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í grunnskólum Reykjavíkurborgar hafa sent Jóni og menntaráði bréf vegna hugmyndina um að skerða þjónustu ráðgjafanna.
Jón Gnarr, borgarstjóri. Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í grunnskólum Reykjavíkurborgar hafa sent Jóni og menntaráði bréf vegna hugmyndina um að skerða þjónustu ráðgjafanna. Mynd/Arnþór Birkisson
„Ef borgaryfirvöld vilja nú á tímum mikilla breytinga í grunnskólum standa í raun vörð um nám og líðan barna ættu þau að efla náms- og starfsráðgjöf en alls ekki leggja til að dregið sé úr henni," segir í bréfi sem náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Reykjavíkur hafa sent Jóni Gnarr, borgarstjóra, og öllum fulltrúum menntaráðs vegna hugmynda borgaryfirvalda um að skerða þjónustu ráðgjafanna.

Líkt og áður hefur komið fram hafa hugmyndir borgaryfirvalda um sameiningu eða samrekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni hmætt töluverðri andstöðu meðal starfsfólks, stjórnenda og foreldra.

Í bréfi náms- og starfsráðgjafana er bent á að menntamálayfirvöld í borginni hafa ítrekað í ræðu og riti lagt áherslu á nauðsyn þess að hlúa vel að börnum og unglingum. Sérstaklega nú á þeim tímum þegar vitað sé að fjölmargar fjölskyldur í borginni glími við fjárhagslega erfiðleika, atvinnuleysi og óöryggi. „En þegar kemur að því að hagræða í skólakerfinu er eitt af því sem yfirvöld hafa nefnt sem leið til sparnaðar að skerða þá þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar sinna í grunnskólum borgarinnar. Með réttu hefðu borgaryfirvöld átt að efla þjónustu náms- og starfsráðgjafa og sýna með því raunverulegan skilning á mikilvægi starfs náms- og starfsráðgjafa fyrir börn, foreldra og samstarfsaðila innan og utan skólanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×