Stefna að því að fá milljón ferðamenn til landsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2011 21:40 Björgólfur Jóhannsson segir að margar ytri aðstæður gætu gert reksturinn í ár erfiðari. Mynd/ Vilhelm. Stefnt er að því að innan tíu ára muni milljón ferðamenn koma til Íslands á hverju ári. Í fyrra voru þeir um 500 þúsund. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Vísi. Hann segir að til þess að þetta takist verði að vera hægt að kynna Ísland sem góðan áfangastað á veturna jafnt sem á sumrin. Björgólfur segir að aðilar í ferðaþjónustunni séu að fjalla um þetta verkefni með ríkisvaldinu. „Það er í mínum huga ljóst að sumartíminn á Íslandi hefur ekki endalausa möguleika. Ég held að við ættum erfitt með að taka á móti milljón manns á sumrinu," segir Björgólfur, en bætir þó við að það væri ef til vill mögulegt með einhverjum aðgerðum. Hann segir að það sé sín skoðun að það verði að selja útlendingum tækifæri á Íslandi sem tengjast vetrinum. „Hvort sem það er myrkrið, Norðurljósin, snjórinn, vindurinn eða hvað það er. Kannski sjáum við ekki öll tækifærin sem eru alveg við tærnar á okkur," segir Björgólfur. Íslendingar hafi mikla menningu að bjóða, bæði tónlist og kvikmyndir, en náttúran sé samt alltaf árangursríkust, hvort sem það er sumar eða vetur.Sóknin skilaði árangri Icelandair Group skilaði metrekstrarhagnaði á síðasta ári, þrátt fyrir ýmis skakkaföll, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli. „Í mínum huga tel ég það að árangurinn 2010 megi í raun þakka ákvörðunum frá árinu 2009 þegar við ákváðum þá að hefja sókn aftur," segir Björgólfur. Bætt hafi verið inn áfangastöðum eins og Seattle. Þá hafi tengifarþegum, sem voru á leið frá Ameríku til Evrópu, fjölgað mikið. Björgólfur segir að Icelandair Group glími við margar erfiðar ytri aðstæður í rekstrinum núna. Nefnir hann sem dæmi hækkandi olíuverð og að samningar við allar starfstéttir séu lausir. Reksturinn ætti þó að geta gengið ágætlega. „En bókunarflæði er mjög gott heilt yfir og við erum svona tiltölulega bjartsýnir á sumarið heilt yfir af því gefnu að okkur takist að semja við allar okkar starfstéttir og að ytri aðstæður geri það ekki að verkum að olíuverð fari úr öllum böndum," segir Björgólfur. Tengdar fréttir Methagnaður hjá Icelandair Group Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag. Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan. 18. mars 2011 19:05 Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði. 18. mars 2011 19:23 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Stefnt er að því að innan tíu ára muni milljón ferðamenn koma til Íslands á hverju ári. Í fyrra voru þeir um 500 þúsund. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Vísi. Hann segir að til þess að þetta takist verði að vera hægt að kynna Ísland sem góðan áfangastað á veturna jafnt sem á sumrin. Björgólfur segir að aðilar í ferðaþjónustunni séu að fjalla um þetta verkefni með ríkisvaldinu. „Það er í mínum huga ljóst að sumartíminn á Íslandi hefur ekki endalausa möguleika. Ég held að við ættum erfitt með að taka á móti milljón manns á sumrinu," segir Björgólfur, en bætir þó við að það væri ef til vill mögulegt með einhverjum aðgerðum. Hann segir að það sé sín skoðun að það verði að selja útlendingum tækifæri á Íslandi sem tengjast vetrinum. „Hvort sem það er myrkrið, Norðurljósin, snjórinn, vindurinn eða hvað það er. Kannski sjáum við ekki öll tækifærin sem eru alveg við tærnar á okkur," segir Björgólfur. Íslendingar hafi mikla menningu að bjóða, bæði tónlist og kvikmyndir, en náttúran sé samt alltaf árangursríkust, hvort sem það er sumar eða vetur.Sóknin skilaði árangri Icelandair Group skilaði metrekstrarhagnaði á síðasta ári, þrátt fyrir ýmis skakkaföll, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli. „Í mínum huga tel ég það að árangurinn 2010 megi í raun þakka ákvörðunum frá árinu 2009 þegar við ákváðum þá að hefja sókn aftur," segir Björgólfur. Bætt hafi verið inn áfangastöðum eins og Seattle. Þá hafi tengifarþegum, sem voru á leið frá Ameríku til Evrópu, fjölgað mikið. Björgólfur segir að Icelandair Group glími við margar erfiðar ytri aðstæður í rekstrinum núna. Nefnir hann sem dæmi hækkandi olíuverð og að samningar við allar starfstéttir séu lausir. Reksturinn ætti þó að geta gengið ágætlega. „En bókunarflæði er mjög gott heilt yfir og við erum svona tiltölulega bjartsýnir á sumarið heilt yfir af því gefnu að okkur takist að semja við allar okkar starfstéttir og að ytri aðstæður geri það ekki að verkum að olíuverð fari úr öllum böndum," segir Björgólfur.
Tengdar fréttir Methagnaður hjá Icelandair Group Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag. Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan. 18. mars 2011 19:05 Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði. 18. mars 2011 19:23 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Methagnaður hjá Icelandair Group Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag. Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan. 18. mars 2011 19:05
Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði. 18. mars 2011 19:23