Viðskipti innlent

Methagnaður hjá Icelandair Group

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Helgason er stjórnarformaður Icelandair Group.
Sigurður Helgason er stjórnarformaður Icelandair Group.
Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag.

Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan.

„Bættan árangur má fyrst og fremst rekja til aukinna tekna af farmiðasölu," segir Sigurður Helgason Hann segir að auknar tekjur megi rekja til þess að betri sætanýting hafi náðst. Þá segir Sigurður að mikilvægasta verk fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið endurskipulagning á fjármálum þess. Fagfjárfestum hafi boðist að kaupa hlut í fyrirtækinu og nú sé Fjárfestingasjóður Íslands stærsti hluthafi félagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×