Ný brú kostar 400 milljónir - hringvegurinn lokaður næstu þrjár vikur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júlí 2011 18:45 Hringvegurinn verður lokaður frá Vík austur yfir Mýrdalssand næstu tvær til þrjár vikurnar. Stórtjón varð þegar brúin yfir Múlahvísl fór en ný kostar á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir. Þegar hlaupið hreif með sér brúna yfir Múlahvísl í morgun rofnaði þjóðvegur 1. Það er lokað núna má segja frá Vík og austur yfir Mýrdalssand sem lokar á alla umferð fyrir þá sem eru fyrir austan Mýrdalssand í átt til höfuðborgarinnar. Þannig að þeir verða þá að fara norður um til að komast suður. Þannig að það er stór hluti af hringveginum, nokkuð margir kílómetrar, sem að eru ekki opnir fyrir umferð," segir Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Þeir sem eru jeppum og jepplingum geta þó farið yfir fjöllin, í gegnum Landmannalaugar en fjallabaksleið nyrðri var opnuð í gær. Leiðin er ekki fær fólksbílum.Ný brú kostar að minnsta kosti 400 milljónir Ljóst er að um stórtjón er að ræða þó endanlegt tjón liggi ekki fyrir. Stefnt er að því að hefja byggingu bráðabirgðabrúar strax eftir helgi. „Þetta eru hundruðir milljóna. Bara ný brú, þegar hún verður endurbyggð kostar væntanlega þrjú til fjögur hundruð milljónir, að minnsta kosti. Svo eru vegir varnargarðar líka ónýtir. Síðan kostar að koma upp þessari bráðabirgðabrú sem við munum byrja á að gera strax eftir helgina ef mál þróast þannig að þessu sé að ljúka," segir Hreinn. Nokkurn tíma getur tekið að reisa bráðabirgðabrú en brúin yfir Múlahvísl var 128 metrar að lengd. „Það er verið að draga saman allt tiltækt efni, það er stálbita og timbur og annað slíkt sem þarf til að gera bráðabrigðabrú. Hún þarf að vera nokkuð löng því þetta er vatnsmikil jökulá. Þetta þarf að vera jafnvel hundrað metra löng bráðabirgðabrú. Við teljum að það þurfi að lágmarki tvær til þrjár vikur til þess að byggja hana. Það þarf að reka staura langt niður í aurinn til þess að byggja síðan sjálfa brágðabirgðabrúna á. Þannig að því miður þá er engin umferð um sandinn fyrr en eftir einhverjar vikur," segir Hreinn.Í forgang hjá ríkisstjórninni Vegamálastjóri fór ásamt innanríkisráðherra á hamfarasvæðið í dag til að skoða áhrif hlaupsins. „Þetta hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og fyrir samfélagið allt. Við munum allt sem í okkar valdi stendur til að koma á vegasamgöngum sem hið allra fyrsta. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja þetta í algjöran forgang," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Hringvegurinn verður lokaður frá Vík austur yfir Mýrdalssand næstu tvær til þrjár vikurnar. Stórtjón varð þegar brúin yfir Múlahvísl fór en ný kostar á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir. Þegar hlaupið hreif með sér brúna yfir Múlahvísl í morgun rofnaði þjóðvegur 1. Það er lokað núna má segja frá Vík og austur yfir Mýrdalssand sem lokar á alla umferð fyrir þá sem eru fyrir austan Mýrdalssand í átt til höfuðborgarinnar. Þannig að þeir verða þá að fara norður um til að komast suður. Þannig að það er stór hluti af hringveginum, nokkuð margir kílómetrar, sem að eru ekki opnir fyrir umferð," segir Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Þeir sem eru jeppum og jepplingum geta þó farið yfir fjöllin, í gegnum Landmannalaugar en fjallabaksleið nyrðri var opnuð í gær. Leiðin er ekki fær fólksbílum.Ný brú kostar að minnsta kosti 400 milljónir Ljóst er að um stórtjón er að ræða þó endanlegt tjón liggi ekki fyrir. Stefnt er að því að hefja byggingu bráðabirgðabrúar strax eftir helgi. „Þetta eru hundruðir milljóna. Bara ný brú, þegar hún verður endurbyggð kostar væntanlega þrjú til fjögur hundruð milljónir, að minnsta kosti. Svo eru vegir varnargarðar líka ónýtir. Síðan kostar að koma upp þessari bráðabirgðabrú sem við munum byrja á að gera strax eftir helgina ef mál þróast þannig að þessu sé að ljúka," segir Hreinn. Nokkurn tíma getur tekið að reisa bráðabirgðabrú en brúin yfir Múlahvísl var 128 metrar að lengd. „Það er verið að draga saman allt tiltækt efni, það er stálbita og timbur og annað slíkt sem þarf til að gera bráðabrigðabrú. Hún þarf að vera nokkuð löng því þetta er vatnsmikil jökulá. Þetta þarf að vera jafnvel hundrað metra löng bráðabirgðabrú. Við teljum að það þurfi að lágmarki tvær til þrjár vikur til þess að byggja hana. Það þarf að reka staura langt niður í aurinn til þess að byggja síðan sjálfa brágðabirgðabrúna á. Þannig að því miður þá er engin umferð um sandinn fyrr en eftir einhverjar vikur," segir Hreinn.Í forgang hjá ríkisstjórninni Vegamálastjóri fór ásamt innanríkisráðherra á hamfarasvæðið í dag til að skoða áhrif hlaupsins. „Þetta hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og fyrir samfélagið allt. Við munum allt sem í okkar valdi stendur til að koma á vegasamgöngum sem hið allra fyrsta. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja þetta í algjöran forgang," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira