Kostaðar rannsóknir Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2011 10:10 Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar