Kostaðar rannsóknir Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2011 10:10 Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar