Innlent

Marel gefur barnavog

Barnavogin sem Marel gaf Kvennadeildinni
Barnavogin sem Marel gaf Kvennadeildinni
Marel afhenti Kvennadeild Landspítalans sérhannaða barnavog til notkunar fyrir ungabörn á fæðingardeild og sængurkvennagangi í dag. Vogin er framlag fyrirtækisins til landssöfnunar Líf styrktarfélag, GEFÐU LÍF, sem fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld.

Í tilkynningu frá Marel segir að vogin stuðli að „auknu öryggi í brjóstagjöf og vissu fyrir næringarinntaki ungbarna, sem er sérstaklega mikilvægt í tilviki fyrirbura. Svipaðar Marel vogi eru þegar til staðar á flestum fæðingardeildum landsins."

Landssöfnunin hefst klukkan 19:50 í kvöld en kynnar kvöldsins verða Edda Andrésdóttir og Þorsteinn J. Vilhjálmsson, ásamt Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Kolbrúnu Björnsdóttur, sem verða í símaverinu. Þá munu Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttur úr Íslandi í dag standa vaktina á Kvennadeildinni sjálfri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×