Á rúmstokknum: Flugeldasýningar og raunveruleikinn Sigga Dögg skrifar 27. janúar 2011 09:00 Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigga Dögg Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða!
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun