Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku 19. janúar 2011 10:11 Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent