Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin 3. maí 2011 15:14 Pastor Maldonado er nýliði hjá Williams á þessu keppnistímabili. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða. Williams tilkynnti í dag að liðið hefði ráðið Mike Coughlan sem yfirverkfræðing liðsins, en hann varð frægur árið 2007 vegna njósnamálsins svokallaða. Þá komst Coughlan sem vann hjá McLaren yfir gögn frá Ferrari, sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Coughlan var vikið frá störfum og segist hafa lært sína lexíu á málinu. Maldonado varð meistari í GP2 mótaröðinni í fyrra, en hefur ekki náð að fylgja þeirri velgengi eftir. Hann segir að ein sín besta keppni í fyrra hafi verið á Istanbúl Park, en Williams liðið keppir þar um næstu helgi. „Ég hef komið á Istanbúl Park fjórum eða fimm sinnum og þetta er góð braut að keppa á. Í fyrra ók ég einu af mínu bestu mótum í Istanbúl í GP2. Ef við náum bílnum góðum fyrir helgina, þá verður mótið gott fyrir okkur", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. „Beygja átta er uppáhalds staðurinn minn á brautinni og er mögnuð, mjög löng og hröð beygja. Þá er brautin tæknilegs eðlis. Við erum að bæta okkur og getum vonandi stokkið framávið með endurbótum sem við verðum með og um leið samkeppnisfærari", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og nýtur þess enn innilega að keppa. „Ég vill vera samkeppnisfærari með liðinu en við höfum verið til þessa. Það verða nýir hlutir í bílnum fyrir mótið í Tyrklandi, sem vinnur vonandi með okkur", sagði Barrichello. „Ég elska Istanbúl Park. Þetta er ein vandasamasta brautin að takast á við á mótaskránni og við stefnum á að aka í botni þar. Allir segja að beygja átta sé hápunkturinn, og hún er það, en mér finnst gaman að stilla bílnum upp fyrir brautina. Þá er tímatakan gott viðfangsefni og ég kann vel við brautina í heild sinni", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða. Williams tilkynnti í dag að liðið hefði ráðið Mike Coughlan sem yfirverkfræðing liðsins, en hann varð frægur árið 2007 vegna njósnamálsins svokallaða. Þá komst Coughlan sem vann hjá McLaren yfir gögn frá Ferrari, sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Coughlan var vikið frá störfum og segist hafa lært sína lexíu á málinu. Maldonado varð meistari í GP2 mótaröðinni í fyrra, en hefur ekki náð að fylgja þeirri velgengi eftir. Hann segir að ein sín besta keppni í fyrra hafi verið á Istanbúl Park, en Williams liðið keppir þar um næstu helgi. „Ég hef komið á Istanbúl Park fjórum eða fimm sinnum og þetta er góð braut að keppa á. Í fyrra ók ég einu af mínu bestu mótum í Istanbúl í GP2. Ef við náum bílnum góðum fyrir helgina, þá verður mótið gott fyrir okkur", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. „Beygja átta er uppáhalds staðurinn minn á brautinni og er mögnuð, mjög löng og hröð beygja. Þá er brautin tæknilegs eðlis. Við erum að bæta okkur og getum vonandi stokkið framávið með endurbótum sem við verðum með og um leið samkeppnisfærari", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og nýtur þess enn innilega að keppa. „Ég vill vera samkeppnisfærari með liðinu en við höfum verið til þessa. Það verða nýir hlutir í bílnum fyrir mótið í Tyrklandi, sem vinnur vonandi með okkur", sagði Barrichello. „Ég elska Istanbúl Park. Þetta er ein vandasamasta brautin að takast á við á mótaskránni og við stefnum á að aka í botni þar. Allir segja að beygja átta sé hápunkturinn, og hún er það, en mér finnst gaman að stilla bílnum upp fyrir brautina. Þá er tímatakan gott viðfangsefni og ég kann vel við brautina í heild sinni", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira