Föst í gömlum hjólförum Svanhildur Anna Bragadóttir skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Þegar ég heyrði fyrst af því að verkfall leikskólakennara væri yfirvofandi þá hélt ég í einfeldni minni að það kæmi ekki til verkfalls. Ég hélt að við hugsuðum öðruvísi eftir hrunið og kynnum betur að meta þá hluti sem skipta raunverulegu máli. En ef til vill var ég aðeins of fljót á mér því svo virðist sem það stefni í að þessi stétt þurfi að berjast með blóði, svita og tárum fyrir eðlilegum kjarabótum. Ég velti fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að störf þessarar stéttar hafi ekki verið metin að verðleikum? Ekki er lélegri menntun um að kenna þar sem leikskólakennarar hafa að baki krefjandi háskólanám. Og varla er það svo að hægt sé að halda því fram að það sé svo lítið að gera hjá þeim í vinnunni. Enn síður er lítilli ábyrgð um að kenna þar sem við erum alltaf að halda því fram að börnin séu það mikilvægasta sem við eigum, að þau séu framtíðin og því þurfi að hlúa sérstaklega vel að þeim. Nei, þetta á ekki við rök að styðjast. Ætli ástæðan sé ekki frekar sú að við sitjum föst í gömlum hjólförum og eigum erfitt með að koma okkur upp úr þeim, þar sem þau eru orðin svo djúp og fastmörkuð í menningu okkar og samfélagi. Það er gamalgróin staðalmynd af leikskólakennurum að þeir séu gott og rólegt fólk sem vinni skemmtilegt en mjög krefjandi starf fyrir lágmarkslaun en það sé allt í lagi því þetta starf sé unnið af hugsjón. En þó svo að flestir leikskólakennarar hljóti að veljast í þetta starf af hugsjón þá vilja þeir eðli málsins samkvæmt fá greidd mannsæmandi laun fyrir sína vinnu og geta framfleytt fjölskyldum sínum. Það skil ég mjög vel og hvet því alla til að lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu leikskólakennara. Hættum að sætta okkur við hið mikla bil sem búið er að myndast milli tekjuhópa á Íslandi og spyrnum við fótum. Reynum í eitt skipti fyrir öll að læra eitthvað af því sem á undan er gengið og förum að átta okkur á að það er mun skárra að allir hafi nóg fyrir sig og sína en að sumir hafi allt of mikið á meðan aðrir hafa nánast ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst af því að verkfall leikskólakennara væri yfirvofandi þá hélt ég í einfeldni minni að það kæmi ekki til verkfalls. Ég hélt að við hugsuðum öðruvísi eftir hrunið og kynnum betur að meta þá hluti sem skipta raunverulegu máli. En ef til vill var ég aðeins of fljót á mér því svo virðist sem það stefni í að þessi stétt þurfi að berjast með blóði, svita og tárum fyrir eðlilegum kjarabótum. Ég velti fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að störf þessarar stéttar hafi ekki verið metin að verðleikum? Ekki er lélegri menntun um að kenna þar sem leikskólakennarar hafa að baki krefjandi háskólanám. Og varla er það svo að hægt sé að halda því fram að það sé svo lítið að gera hjá þeim í vinnunni. Enn síður er lítilli ábyrgð um að kenna þar sem við erum alltaf að halda því fram að börnin séu það mikilvægasta sem við eigum, að þau séu framtíðin og því þurfi að hlúa sérstaklega vel að þeim. Nei, þetta á ekki við rök að styðjast. Ætli ástæðan sé ekki frekar sú að við sitjum föst í gömlum hjólförum og eigum erfitt með að koma okkur upp úr þeim, þar sem þau eru orðin svo djúp og fastmörkuð í menningu okkar og samfélagi. Það er gamalgróin staðalmynd af leikskólakennurum að þeir séu gott og rólegt fólk sem vinni skemmtilegt en mjög krefjandi starf fyrir lágmarkslaun en það sé allt í lagi því þetta starf sé unnið af hugsjón. En þó svo að flestir leikskólakennarar hljóti að veljast í þetta starf af hugsjón þá vilja þeir eðli málsins samkvæmt fá greidd mannsæmandi laun fyrir sína vinnu og geta framfleytt fjölskyldum sínum. Það skil ég mjög vel og hvet því alla til að lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu leikskólakennara. Hættum að sætta okkur við hið mikla bil sem búið er að myndast milli tekjuhópa á Íslandi og spyrnum við fótum. Reynum í eitt skipti fyrir öll að læra eitthvað af því sem á undan er gengið og förum að átta okkur á að það er mun skárra að allir hafi nóg fyrir sig og sína en að sumir hafi allt of mikið á meðan aðrir hafa nánast ekki neitt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar