Lögmenn með ofurhagnað eftir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2011 18:50 Nokkrar lögmannsstofur á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar meðal stærstu fyrirtækja á Íslandi út frá hagnaði eftir bankahrunið. Tíu stofur skiluðu saman hagnaði upp á 1,6 milljarða króna. Stöð 2 byggir samantekt sína á grundvelli upplýsinga frá Creditinfo, en fyrirtækið tók saman upplýsingar um stærstu fyrirtækin á Íslandi út frá hagnaði í ársreikningum ársins 2009. Eftir hrun var ágætis markaður fyrir rukkara, því nóg var af vanskilakröfunum. Og fyrirtækið Lögheimtan ehf. sem starfar undir heitinu Motus, og hét áður Intrum, og er einnig lögfræðiþjónusta, trónir á toppnum yfir hagnað lögfræðistofa með 303 milljónir króna í hagnað. En fyrirtækið sérhæfir sig einmitt í að rukka vanskilakröfur. Á eftir Motus er BBA legal næststærsta stofan út frá hagnaði með 302 milljónir króna í hagnað á árinu 2009 og í 65. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins. Þar starfar t.d Bjarki Diego, fyrrverandi yfirmaður útlána Kaupþings og fleiri, en stofan sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja. Þar á eftir er Lex í Borgartúni með 291 milljón króna, en fyrirtækið er einnig með mörg stór fyrirtæki á meðal viðskiptavina sinna. Svo kemur Mörkin Lögmannsstofa, vettvangur Gests Jónssonar, Ragnars Hall og fleiri með 193 milljóna króna hagnað. Landslög hagnaðist um 155 milljónir króna og er í 117. sæti yfir stærstu fyrirtæki á Íslandi sé miðað við hagnað. Athygli vekur að Réttur, stofa Ragnars Aðalsteinssonar og félaga, sem er með aðeins þrjá eigendur og er á Klapparstíg, skilar 123 milljóna króna hagnaði, en stofan hefur unnið af krafti fyrir kröfuhafa gömlu bankanna og þá helst þýska banka sem hafa hag af því að hnekkja neyðarlögunum. Sigurjónsson & Thor ehf., sem er staðsett í Lágmúla og sérhæfir sig í hugverkum og vörumerkjarétti, var með hagnað upp á 77,8 milljónir króna. Juris, stofa Andra Árnasonar, sem er verjandi Geirs H. Haarde, Sigurbjörns Magnússonar, stjórnarformanns Árvakurs og fleiri, hagnaðist um 66,8 milljónir og er í áttunda sæti yfir lögmannsstofur. Þá er Þorsteinn Einarsson hrl., sem starfar með öðrum í gegnum stofuna Forum, með hagnað upp á 63 milljónir króna og Lögmál á Skólavörðustíg með 52 milljóna króna hagnað. Samtals skiluðu þessar tíu stofur hagnaði upp á 1,6 milljarða króna á árinu 2009. Skoða þarf þetta í því samhengi að rekstur lögmannsstofa er mismunandi upp settur. Sumir eru ekki með sameiginlegan rekstur og reka sitt út frá eigin kennitölum þótt þeir deili vinnuaðstöðu. Það útskýrir t.d að Lögfræðistofa Reykjavíkur, sem er ein stærsta stofa landsins með tvo skilanefndarformenn innan sinna vébanda (Landsbankinn og Kaupþing) og einn formann slitastjórnar (Kaupþing), birtist ekki á þessum lista. En sagan er ekki öll sögð. Því sérstaka athygli vekur að stærsta lögmannsstofan á Íslandi, miðað við starfsmannafjölda, umfang og starfsstöðvar, Logos við Efstaleiti, birtist ekki á listanum. Ástæðan er einföld, fyrirtækið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2009, samkvæmt úttekt Creditinfo. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Nokkrar lögmannsstofur á höfuðborgarsvæðinu eru orðnar meðal stærstu fyrirtækja á Íslandi út frá hagnaði eftir bankahrunið. Tíu stofur skiluðu saman hagnaði upp á 1,6 milljarða króna. Stöð 2 byggir samantekt sína á grundvelli upplýsinga frá Creditinfo, en fyrirtækið tók saman upplýsingar um stærstu fyrirtækin á Íslandi út frá hagnaði í ársreikningum ársins 2009. Eftir hrun var ágætis markaður fyrir rukkara, því nóg var af vanskilakröfunum. Og fyrirtækið Lögheimtan ehf. sem starfar undir heitinu Motus, og hét áður Intrum, og er einnig lögfræðiþjónusta, trónir á toppnum yfir hagnað lögfræðistofa með 303 milljónir króna í hagnað. En fyrirtækið sérhæfir sig einmitt í að rukka vanskilakröfur. Á eftir Motus er BBA legal næststærsta stofan út frá hagnaði með 302 milljónir króna í hagnað á árinu 2009 og í 65. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins. Þar starfar t.d Bjarki Diego, fyrrverandi yfirmaður útlána Kaupþings og fleiri, en stofan sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja. Þar á eftir er Lex í Borgartúni með 291 milljón króna, en fyrirtækið er einnig með mörg stór fyrirtæki á meðal viðskiptavina sinna. Svo kemur Mörkin Lögmannsstofa, vettvangur Gests Jónssonar, Ragnars Hall og fleiri með 193 milljóna króna hagnað. Landslög hagnaðist um 155 milljónir króna og er í 117. sæti yfir stærstu fyrirtæki á Íslandi sé miðað við hagnað. Athygli vekur að Réttur, stofa Ragnars Aðalsteinssonar og félaga, sem er með aðeins þrjá eigendur og er á Klapparstíg, skilar 123 milljóna króna hagnaði, en stofan hefur unnið af krafti fyrir kröfuhafa gömlu bankanna og þá helst þýska banka sem hafa hag af því að hnekkja neyðarlögunum. Sigurjónsson & Thor ehf., sem er staðsett í Lágmúla og sérhæfir sig í hugverkum og vörumerkjarétti, var með hagnað upp á 77,8 milljónir króna. Juris, stofa Andra Árnasonar, sem er verjandi Geirs H. Haarde, Sigurbjörns Magnússonar, stjórnarformanns Árvakurs og fleiri, hagnaðist um 66,8 milljónir og er í áttunda sæti yfir lögmannsstofur. Þá er Þorsteinn Einarsson hrl., sem starfar með öðrum í gegnum stofuna Forum, með hagnað upp á 63 milljónir króna og Lögmál á Skólavörðustíg með 52 milljóna króna hagnað. Samtals skiluðu þessar tíu stofur hagnaði upp á 1,6 milljarða króna á árinu 2009. Skoða þarf þetta í því samhengi að rekstur lögmannsstofa er mismunandi upp settur. Sumir eru ekki með sameiginlegan rekstur og reka sitt út frá eigin kennitölum þótt þeir deili vinnuaðstöðu. Það útskýrir t.d að Lögfræðistofa Reykjavíkur, sem er ein stærsta stofa landsins með tvo skilanefndarformenn innan sinna vébanda (Landsbankinn og Kaupþing) og einn formann slitastjórnar (Kaupþing), birtist ekki á þessum lista. En sagan er ekki öll sögð. Því sérstaka athygli vekur að stærsta lögmannsstofan á Íslandi, miðað við starfsmannafjölda, umfang og starfsstöðvar, Logos við Efstaleiti, birtist ekki á listanum. Ástæðan er einföld, fyrirtækið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2009, samkvæmt úttekt Creditinfo. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira