Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu 6. apríl 2011 21:06 Jarno Trulli hjá Lotus liðinu er frá Ítalíu. Mynd: Gettty Images/Mark Thompson Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Lotus liðið nýtir sér reynslu reyndra ökumanna i formi Kovalainen og Trulli. Kovalainen hefur m.a. ekið fyrir McLaren og Trulli fyrir Toyta, sem bæði hafa haft nægt fé í þróunarvinnu. „Líkamlega er þetta eitt erfiðasta mótið, ásamt Singapúr sem er líka erfitt. Þetta er mót sem við byrjuðum að undirbúa strax eftir Ástralíu. Ég kom til Malasíu strax eftir Melbourne til að venjast rakastiginu og vinn með næringafræðingi mínum til að undirbúa fyrir keppnina. Ef maður undirbýr sem almennilega, þá er þetta ekkert mál. Ég hlakka til að vera í hitanum og hann truflar mig ekkert", sagði Kovalainen um undirbúning fyrir mótið á Sepang brautinni um helgina í fréttatilkynningu frá Lotus. Trulli segist fullur eldmóðs fyrir helgina. „Við erum að keppa á heimavelli okkar og við viljum gera okkar til að áhorfendur verði stoltir af okkur. Það verður mikill stuðningur við okkur á áhorfendapöllunum. Ég hef verið hérna í viku og hef þegar séð stuðningurinn hefur vaxið frá því í fyrra", sagði Trulli. „Ég hef átt annríkt síðan ég kom og æfði í malasískum hæðum á reiðhjóli með fagmönnum héðan. Það er góður undirbúningur fyrir erfiða helgi í bílnum. Sepang brautin reynir verulega á og reynir mikið á ökumenn og bíl, en við trúum því að við séum með búnað sem ætti að hjálpa okkur hérna í Malasíu. Ég hlakka til að sjá hvernig bíllinn verður í hitanum." „Í fullkomnum heimi þá værum við færir um að gera eitthvað stórfenglegt fyrir framan heimamenn og stuðningsmenn okkar, en sjáum til. Við erum nær miðlungs liðunum, en fyrir ári síðan. En við þurfum að sækja fram veginn og við erum allir raunsæir og vinnum hörðum höndum að því að færast framar á þessu ári", sagði Trulli. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Lotus liðið nýtir sér reynslu reyndra ökumanna i formi Kovalainen og Trulli. Kovalainen hefur m.a. ekið fyrir McLaren og Trulli fyrir Toyta, sem bæði hafa haft nægt fé í þróunarvinnu. „Líkamlega er þetta eitt erfiðasta mótið, ásamt Singapúr sem er líka erfitt. Þetta er mót sem við byrjuðum að undirbúa strax eftir Ástralíu. Ég kom til Malasíu strax eftir Melbourne til að venjast rakastiginu og vinn með næringafræðingi mínum til að undirbúa fyrir keppnina. Ef maður undirbýr sem almennilega, þá er þetta ekkert mál. Ég hlakka til að vera í hitanum og hann truflar mig ekkert", sagði Kovalainen um undirbúning fyrir mótið á Sepang brautinni um helgina í fréttatilkynningu frá Lotus. Trulli segist fullur eldmóðs fyrir helgina. „Við erum að keppa á heimavelli okkar og við viljum gera okkar til að áhorfendur verði stoltir af okkur. Það verður mikill stuðningur við okkur á áhorfendapöllunum. Ég hef verið hérna í viku og hef þegar séð stuðningurinn hefur vaxið frá því í fyrra", sagði Trulli. „Ég hef átt annríkt síðan ég kom og æfði í malasískum hæðum á reiðhjóli með fagmönnum héðan. Það er góður undirbúningur fyrir erfiða helgi í bílnum. Sepang brautin reynir verulega á og reynir mikið á ökumenn og bíl, en við trúum því að við séum með búnað sem ætti að hjálpa okkur hérna í Malasíu. Ég hlakka til að sjá hvernig bíllinn verður í hitanum." „Í fullkomnum heimi þá værum við færir um að gera eitthvað stórfenglegt fyrir framan heimamenn og stuðningsmenn okkar, en sjáum til. Við erum nær miðlungs liðunum, en fyrir ári síðan. En við þurfum að sækja fram veginn og við erum allir raunsæir og vinnum hörðum höndum að því að færast framar á þessu ári", sagði Trulli.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira